Fótbolti

Dilja Ýr kemur inn í hópinn fyrir Spánarferðina

Hjörvar Ólafsson skrifar
Diljá Ýr Zomers Hacken
Göteborgs Posten/Vísir

Dilja Ýr Zomers, leikmaður sænska liðsins Häcken, kemur inn í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-æfingamótið sem hefst Spáni í næstu viku. 

Svava Rós Guðmundsdóttir, leikmaður Gotham FC í Bandaríkjunum, þarf að draga sig úr hópnum og Dilja Ýr, sem lék sem lánsmaður hjá Norrköping á síðasta keppnistímabili fyllir hennar skarð.

Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlum knattspyrnusambands Íslands, KSÍ.

Íslenska liðið mætir Skotlandi, Wales og Filippseyjum á þessu æfingamóti.

Diljá Ýr, sem er fædd árið 2001,hefur spilað einn A-landsleik en það var í vináttulandsleik gegn Eistlandi síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×