Bjóða fólki að senda ástarbréf frítt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 12:50 Vilborg Ásta Arnardóttir markaðssérfræðingur Póstsins segir að fólk geti fengið aðstoð hjá ljóðskáldi ef ritstífla skyldi gera vart við sig. Pósturinn Um helgina og fram á Valentínusardag, sem er næsta þriðjudag, verður sérstakur hjartapóstkassi staðsettur í Kringlunni þar sem fólk getur skrifað eldheita ástarkveðju og póstlagt frítt með Póstinum. Í tilkynningu Póstsins kemur fram að heilagur Valentínus kveiki bál í hjörtum elskenda og af því tilefni vill Pósturinn auðvelda fólki að tjá ást sína í rituðu máli og koma orðsendingum og sjóðheitum ástarbréfum á milli. Vilborg Ásta Arnardóttir markaðssérfræðingur Póstsins segir að fólk geti fengið aðstoð hjá ljóðskáldi ef ritstífla skyldi gera vart við sig en skáldið verður með pennann á lofti milli kl. 13 og 16 í dag. Sérstakur hjartapóstkassi verður staðsettur í Kringlunni.Pósturinn ,,Tveir gamlir póstkassar fengu nýtt líf og með hjálp góðra manna var þeim skeytt saman og breytt í hjarta. Póstkassanum var komið upp í Kringlunni í gærkvöld og því opinn nú í dag. Hver vill ekki fá frumsamið ástarljóð í pósti frá einhverjum sem þeim þykir vænt um á sjálfan Valentínusardaginn. Það verður nú að segjast að það er mun rómantískara að fá handskrifaða kveðju en rafræna kveðju á Messenger, kannski á viðtakandinn eftir að halda upp á kortið sitt árum saman, já eða ramma bréfið inn. „Við útvegum kortin og sendum frítt um allt land. Þar að auki mun öllum hjartaknúsurum landsins, sem komast ekki í Kringluna, bjóðast að póstleggja ástarbréf frítt á öllum pósthúsum, aðeins á Valentínusardaginn sjálfan,“ segir Vilborg að lokum og bætir við: „Ég hvet alla til að senda hjartnæma kveðju á ástvini sína, hvort sem það eru ástarjátningar í bundnu máli eða eitthvað allt annað.“ Pósturinn Ástin og lífið Valentínusardagurinn Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Í tilkynningu Póstsins kemur fram að heilagur Valentínus kveiki bál í hjörtum elskenda og af því tilefni vill Pósturinn auðvelda fólki að tjá ást sína í rituðu máli og koma orðsendingum og sjóðheitum ástarbréfum á milli. Vilborg Ásta Arnardóttir markaðssérfræðingur Póstsins segir að fólk geti fengið aðstoð hjá ljóðskáldi ef ritstífla skyldi gera vart við sig en skáldið verður með pennann á lofti milli kl. 13 og 16 í dag. Sérstakur hjartapóstkassi verður staðsettur í Kringlunni.Pósturinn ,,Tveir gamlir póstkassar fengu nýtt líf og með hjálp góðra manna var þeim skeytt saman og breytt í hjarta. Póstkassanum var komið upp í Kringlunni í gærkvöld og því opinn nú í dag. Hver vill ekki fá frumsamið ástarljóð í pósti frá einhverjum sem þeim þykir vænt um á sjálfan Valentínusardaginn. Það verður nú að segjast að það er mun rómantískara að fá handskrifaða kveðju en rafræna kveðju á Messenger, kannski á viðtakandinn eftir að halda upp á kortið sitt árum saman, já eða ramma bréfið inn. „Við útvegum kortin og sendum frítt um allt land. Þar að auki mun öllum hjartaknúsurum landsins, sem komast ekki í Kringluna, bjóðast að póstleggja ástarbréf frítt á öllum pósthúsum, aðeins á Valentínusardaginn sjálfan,“ segir Vilborg að lokum og bætir við: „Ég hvet alla til að senda hjartnæma kveðju á ástvini sína, hvort sem það eru ástarjátningar í bundnu máli eða eitthvað allt annað.“
Pósturinn Ástin og lífið Valentínusardagurinn Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira