Spánn: Svínaskítafýla allan ársins hring Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Grísir á einu af mörg hundruð svínabúum á Spáni. Getty Images Spánn hefur á síðustu 15 árum skipað sér í fararbrodd sem stærsti svínaræktandi Evrópu. Þetta má þakka dreifbýlisátaki sem ætlað var að styrkja minnstu þorpin í landinu. Þar ríkir nú megn óánægja með átakið. Það eina sem það hafi skilið eftir sig sé svínaskítafýla alla daga ársins. Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít? Spánn Svínakjöt Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít?
Spánn Svínakjöt Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira