Spánn: Svínaskítafýla allan ársins hring Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. febrúar 2023 13:30 Grísir á einu af mörg hundruð svínabúum á Spáni. Getty Images Spánn hefur á síðustu 15 árum skipað sér í fararbrodd sem stærsti svínaræktandi Evrópu. Þetta má þakka dreifbýlisátaki sem ætlað var að styrkja minnstu þorpin í landinu. Þar ríkir nú megn óánægja með átakið. Það eina sem það hafi skilið eftir sig sé svínaskítafýla alla daga ársins. Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít? Spánn Svínakjöt Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Svín hafa alltaf verið mikilvæg spænskum landbúnaði. Eða hver þekkir ekki spænska skinku, La pata negra, drottningu skinkunnar á heimsvísu. Svínaræktendur ráðast til atlögu En öllu má nú ofgera. Það er að minnsta kosti skoðun margra þeirra sem telja svínaræktendur hafa farið offari hér í landi á síðustu 15 árum, eða svo. Í upphafi aldarinnar töldu svínaræktendur sig sjá tækifæri í litlum þorpum Spánar þar sem fólki fækkaði á ógnarhraða og þau lögðust í eyði hvert á fætur öðru. Þeir þeyttust á milli þorpa og lofuðu fólki gulli og grænum skógum, skólarnir myndu opna að nýju, yfirgefin hús myndu fyllast af fjölskyldum sem hefðu vinnu við svínaiðnaðinn og bæirnir myndu blómstra að nýju. Hvergi fleiri svín innan Evrópusambandsins Margir litu við agninu… og gleyptu það. Nú 15 árum síðar er Spánn orðinn stærsti svínaræktandi Evrópu. Á Spáni búa 47 milljónir manns sem á ári hverju slátra 58 milljónum svína, sem er um fjórðungur allra svína sem slátrað er í Evrópusambandinu. Hins vegar hefur hin aukna svínarækt í litlu þorpunum víða skilið eftir sig biturt bragð… og megna skítafýlu. Það segir í öllu falli Natividad Pérez García, bæjarstjóri í Balsa de Ves í Valencia-héraði. Hún segir að svínaræktendur hafi fullyrt að bærinn yrði öfundaður af nágrannabæjunum ef þar yrði opnað stórt svínabú. Og að allir myndu vilja flytja þangað. Og bæjarbúar slógu til. Sér til mikillar eftirsjár. Þar sé nú svínaskítalykt alla daga ársins, og stanslaus röð vöruflutningabíla sem eyðileggi alla vegi bæjarins. Svínabúin menga vatnið Vatnið í bænum er með næstum þrisvar sinnum meira nítrat en leyfilegt er miðað við reglugerðir Evrópusambandsins, en nítrat síast oft niður í jarðveginn og grunnvatnið vegna óhóflegrar notkunar áburðar. Sömu sögu er að segja frá öðrum svæðum sem hafa sett upp stór svínabú, vatnið þar er víða með hættulega hátt innihald nítrats. Íberíusvín, sem gefa af sér hina heimsþekktu skinku; „La pata negra“.Dukas/Getty Images 800 grísir á hvern íbúa Í Balsa de Ves eru nú 126 íbúar. Á svínabúinu eru 3.900 gyltur sem ala af sér 100.000 grísi á ári. Það eru 800 grísir á hvern einstakan íbúa. Íbúum hefur ekki fjölgað, þvert á móti, þeim hefur fækkað um 40%. Sömu sögu er að segja annars staðar þar sem svínabú hafa verið opnuð. Nýleg rannsókn leiðir í ljós að í þeim 400 litlu þorpum þar sem eru fleiri svín en fólk, hefur íbúum fækkað í 300 þorpanna. Skyldi engan undra, segir Pérez García, og hún spyr: Hvort skyldi fólk almennt kjósa í kringum sig og í vitum sér: Ilminn af furu eða rósmarín, eða fýluna af svínaskít?
Spánn Svínakjöt Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira