„Mikill metnaður til að ná hærra og gera meira“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2023 10:00 Halldór Stefán Haraldsson býr yfir mikilli reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Halldór Stefán Haraldsson kveðst spenntur fyrir því að taka við karlaliði KA. Honum fannst vera kominn tími á nýja áskorun eftir sjö ár með kvennalið Volda í Noregi. KA greindi í fyrradag frá því að Halldór yrði næsti þjálfari liðsins. Hann tekur við því af Jónatan Magnússyni eftir tímabilið. Halldór segir að aðdragandinn að ráðningunni hafi ekki verið langur. „Frá því ég tilkynnti Volda að ég yrði ekki áfram hérna var maður búinn að skoða aðeins í kringum sig. Ég fékk mjög spennandi símtal frá KA og mér hugnaðist strax að fara þá leið,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. En hvað heillaði við tilboð KA-manna? „Það eru margir handboltalegir þættir. Það er mikið af flottu fólki í kringum liðið. Þeir eru með góðan aðstoðarþjálfara [Guðlaug Arnarsson] sem þjálfaði mig fyrir nokkrum árum og mikið af öflugu fólki í félaginu. Það er mikill metnaður til að ná hærra og gera meira. Félagið hefur unnið vel síðustu ár og það er hægt að byggja ofan á það,“ svaraði Halldór sem er Akureyringur og flytur því á heimaslóðir í sumar. Svipuð verkefni Honum finnast þær aðstæður sem hann gengur inn í hjá KA áþekktar tveimur síðustu störfum sínum. „Þetta er að mörgu leyti svipað verkefni og ég hef verið í síðustu tveimur liðum. Þegar ég var hjá Fylki tók ég við liðinu eftir að það varð gjaldþrota. Við byrjuðum í utandeild en komust í undanúrslit í bikarkeppninni og í úrvalsdeildina. Svo tók ég við Volda eftir að liðið féll niður í C-deildina og hef verið að byggja það jafnt og þétt upp,“ sagði Halldór. „Mér finnast svipuð teikn á lofti fyrir norðan. Það eru margir ungir leikmenn sem hægt er að vinna með en líka aldrei leikmenn og möguleikar á að sækja leikmenn.“ Ætlaði að vera áfram úti Halldór var ekkert endilega á því að koma aftur heim í sumar, eða þegar hann lætur af störfum hjá Volda. „Alls ekki. Fyrsta hugsun var að vera áfram erlendis. Ég skoðaði ákveðna möguleika hér úti en svo kom tilboðið frá KA og það breytti hugsunarhætti. Mig langaði í nýja áskorun og prófa að fara í karlaboltann,“ sagði Halldór. Halldór ásamt fjölskyldu sinni. „Ég er búinn að vera lengi í Noregi. Við fórum ekkert út til að setjast að. En maður er búinn að þjálfa í þremur efstu deildunum og það er kannski ekki mikið annað hérna en að komast í toppliðin. Það er setið um þau störf og erfitt að komast í þau. En þegar þetta losnaði á Akureyri fannst mér það mjög spennandi.“ Ný höll og þúsund manns á leikjum Sem fyrr sagði hefur Halldór verið við stjórnvölinn hjá Volda í sjö ár. Honum finnst samt ekki svo langt síðan hann tók við liðinu. „Þetta er alls ekkert búið að líða eins og sjö ár. Mér finnst eins og það séu tvö ár síðan ég flutti. Það eru margir leikmenn sem hafa verið með mér allan tímann og vaxið með liðinu. Við erum búin að byggja nýja höll og fáum um þúsund manns á leiki. Við spilum við frábæra leikmenn í hverri viku og það er mikil reynsla og eitthvað sem ég bý að til framtíðar,“ sagði Halldór. Ætlaði að spila lengur Þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára hefur hann verið meistaraflokksþjálfari í um áratug. Hann fór þó kannski eilítið fyrr út í þjálfun en hann hefði viljað. Halldór flytur til heimabæjarins í sumar. „Ég hugsa að frá því ég var svona 17-18 ára hafi það blundað í mér að fara út í þjálfun. Ég hefði samt viljað eiga lengri leikmannaferil og spila mikið lengur en meiðsli settu strik í reikninginn. Síðan datt ég inn í þessa þjálfun og eins og margir vita er erfitt að komast út úr því. Svo gerast hlutirnir hratt og lífið rúllar áfram og allt í einu er maður að verða 33 ára og vera búinn að þjálfa síðustu 10-12 árin,“ sagði Halldór. „Þetta hefur gengið vel og meðan það er svo er enn auðveldara að sjá fyrir sér framtíð í þessu. En að sama skapi finn ég svolítið fyrir því að mig er farið að langa að prufa eitthvað nýtt og mig langar að láta virkilega reyna á mig og ég held að KA sé rétti staðurinn fyrir það.“ Olís-deild karla KA Norski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira
KA greindi í fyrradag frá því að Halldór yrði næsti þjálfari liðsins. Hann tekur við því af Jónatan Magnússyni eftir tímabilið. Halldór segir að aðdragandinn að ráðningunni hafi ekki verið langur. „Frá því ég tilkynnti Volda að ég yrði ekki áfram hérna var maður búinn að skoða aðeins í kringum sig. Ég fékk mjög spennandi símtal frá KA og mér hugnaðist strax að fara þá leið,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. En hvað heillaði við tilboð KA-manna? „Það eru margir handboltalegir þættir. Það er mikið af flottu fólki í kringum liðið. Þeir eru með góðan aðstoðarþjálfara [Guðlaug Arnarsson] sem þjálfaði mig fyrir nokkrum árum og mikið af öflugu fólki í félaginu. Það er mikill metnaður til að ná hærra og gera meira. Félagið hefur unnið vel síðustu ár og það er hægt að byggja ofan á það,“ svaraði Halldór sem er Akureyringur og flytur því á heimaslóðir í sumar. Svipuð verkefni Honum finnast þær aðstæður sem hann gengur inn í hjá KA áþekktar tveimur síðustu störfum sínum. „Þetta er að mörgu leyti svipað verkefni og ég hef verið í síðustu tveimur liðum. Þegar ég var hjá Fylki tók ég við liðinu eftir að það varð gjaldþrota. Við byrjuðum í utandeild en komust í undanúrslit í bikarkeppninni og í úrvalsdeildina. Svo tók ég við Volda eftir að liðið féll niður í C-deildina og hef verið að byggja það jafnt og þétt upp,“ sagði Halldór. „Mér finnast svipuð teikn á lofti fyrir norðan. Það eru margir ungir leikmenn sem hægt er að vinna með en líka aldrei leikmenn og möguleikar á að sækja leikmenn.“ Ætlaði að vera áfram úti Halldór var ekkert endilega á því að koma aftur heim í sumar, eða þegar hann lætur af störfum hjá Volda. „Alls ekki. Fyrsta hugsun var að vera áfram erlendis. Ég skoðaði ákveðna möguleika hér úti en svo kom tilboðið frá KA og það breytti hugsunarhætti. Mig langaði í nýja áskorun og prófa að fara í karlaboltann,“ sagði Halldór. Halldór ásamt fjölskyldu sinni. „Ég er búinn að vera lengi í Noregi. Við fórum ekkert út til að setjast að. En maður er búinn að þjálfa í þremur efstu deildunum og það er kannski ekki mikið annað hérna en að komast í toppliðin. Það er setið um þau störf og erfitt að komast í þau. En þegar þetta losnaði á Akureyri fannst mér það mjög spennandi.“ Ný höll og þúsund manns á leikjum Sem fyrr sagði hefur Halldór verið við stjórnvölinn hjá Volda í sjö ár. Honum finnst samt ekki svo langt síðan hann tók við liðinu. „Þetta er alls ekkert búið að líða eins og sjö ár. Mér finnst eins og það séu tvö ár síðan ég flutti. Það eru margir leikmenn sem hafa verið með mér allan tímann og vaxið með liðinu. Við erum búin að byggja nýja höll og fáum um þúsund manns á leiki. Við spilum við frábæra leikmenn í hverri viku og það er mikil reynsla og eitthvað sem ég bý að til framtíðar,“ sagði Halldór. Ætlaði að spila lengur Þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára hefur hann verið meistaraflokksþjálfari í um áratug. Hann fór þó kannski eilítið fyrr út í þjálfun en hann hefði viljað. Halldór flytur til heimabæjarins í sumar. „Ég hugsa að frá því ég var svona 17-18 ára hafi það blundað í mér að fara út í þjálfun. Ég hefði samt viljað eiga lengri leikmannaferil og spila mikið lengur en meiðsli settu strik í reikninginn. Síðan datt ég inn í þessa þjálfun og eins og margir vita er erfitt að komast út úr því. Svo gerast hlutirnir hratt og lífið rúllar áfram og allt í einu er maður að verða 33 ára og vera búinn að þjálfa síðustu 10-12 árin,“ sagði Halldór. „Þetta hefur gengið vel og meðan það er svo er enn auðveldara að sjá fyrir sér framtíð í þessu. En að sama skapi finn ég svolítið fyrir því að mig er farið að langa að prufa eitthvað nýtt og mig langar að láta virkilega reyna á mig og ég held að KA sé rétti staðurinn fyrir það.“
Olís-deild karla KA Norski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Sjá meira