Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 10:57 Eflingarliðar reyndu að stöðva Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfisráðherra sem var á leið af ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Eflingu að um sé að ræða friðsamleg mótmæli þar sem koma eigi með skilti, syngja og halda ræður. Mikill fjöldi fólks er mættur til mótmælanna og má með sanni segja að Tjarnargata sé stöppuð af Eflingarfólki. Áslaug Arna á leið af fundinum.Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar sagði á vel sóttum fundi Eflingarliða í Iðnó í morgun að stemningin sé geggjuð. „Það er frábær mæting, frábær stemning búin að vera alveg síðan verkfallið hófst. Bara alveg geggjað.“ Ríkisstjórnin hefur í morgun verið á sínum vikulega fundi í ráðherrabústaðnum sem kláraðist rétt fyrir klukkan ellefu. Eflingarliðar reyndu að stöðva Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún keyrði af fundinum. „Þið höfðuð tækifæri og hafið enn tækifæri til að sýna pólitískt hugrekki, pólitíska getu til að koma böndum á þennan svívirðilega húsnæðismarkað sem étur upp öll laun Eflingarfólksins sem þar er fast. Helmingur Eflingarfólks er fastur á leigumarkaðnum sem þið berið ábyrgð á. Það er ykkar skylda að koma á leiguþaki,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar á mótmælunum. Eflingarliðar ganga inn Tjarnargötuna í átt að ráðherrabústaðnum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnaði mótmælendum. „Þau eru að vekja athygli á sínum kröfum, sinni baráttu og sínum verkföllum er algjörlega sjálfsagt mál enda er hér frjálst samfélag og öllum frjálst að koma sínum kröfum á framfæri,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var aðeins hvassari í garð Eflingarfólks. „Það væri gott ef þeir ættu fundi með viðsemjendum sínum, það hefur verið skortur á því undanfarið,“ segir Bjarni. „Almennt hefur maður áhyggjur af því þegar kjaralotur enda í átökum, hörðum átökum. Ég held það sé almennt best þegar við komumst hjá því að láta það enda þannig.“ Því næst hélt Bjarni út úr Ráðherrabústaðnum þar sem Sólveig Anna og félagar tóku á móti honum með hrópum og köllum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00 Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41 Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Fráleitt að lögmenn SA komi að verkfallsbrotum Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins vísar því á bug að samtökin hafi aðstoðað stjórnendur Íslandshótela við að brjóta lög, en formaður Eflingar sakaði lögmenn samtakana í dag um að hjálpa yfirmönnum og eigendum að stunda verkfallsbrot. 9. febrúar 2023 21:00
Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. 9. febrúar 2023 15:41
Óskiljanlegar boltalíkingar ekki Seðlabankanum sæmandi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gerir athugasemdir við röksemdir Seðlabankans fyrir vaxtahækkunum. Það standist ekki skoðun að nýgerðir kjarasamningar séu ástæða hækkunar, þar sem seðlabankastjóri hafi lýst ánægju með þá fyrir skömmu. 8. febrúar 2023 19:43