Mahomes valinn sá mikilvægasti með miklum yfirburðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Patrick Mahomes átti frábært tímabil með Kansas City Chiefs og það getur orðið enn betra á sunnudagskvöldið. AP/Charlie Riedel Patrick Mahomes var í gær útnefndur mikilvægasti leikmaður NFL-deildarinnar á þessu tímabili en framundan er stórleikur hjá honum á sunnudagskvöldið þegar hann spilar með liði sínu Kansas City Chiefs í sjálfum Super Bowl. Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023 NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Þetta er í annað skiptið á ferlinum sem Mahomes er valinn bestur en hann hafði mikla yfirburði í kosningunni. Hann er aðeins á sínu sjötta tímabili í NFL-deildinni. MVP set the league on fire @PatrickMahomes pic.twitter.com/adx4t9PUFj— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes fékk 48 af 50 atkvæðum í fyrsta sætið en þeir sem kjósa eru bandarískir fjölmiðlamenn sem fjalla um NFL-deildina í fullu starfi. Mahomes fékk því alls 490 stig en næstur á eftir hinum var Jalen Hurts hjá Philadelphia Eagles með 193 stig. Hurts mætir einmitt Mahomes í Super Bowl leiknum um helgina. Leikstjórnendur voru í fjórum efstu sætunum því Josh Allen hjá Buffalo Bills varð þriðji og Joe Burrow hjá Cincinnati Bengals endaði í fjórða sætinu. .@PatrickMahomes joins the 2x MVP club! #NFLHonors | @Invisalign pic.twitter.com/M25Yu3VyhS— NFL (@NFL) February 10, 2023 Mahomes er aðeins tíundi leikmaðurinn í sögunni sem nær að vinna þessi virtu verðlaun tvisvar. Hann átti flesta sendingajarda í deildinni á tímabilinu (5.250) sem og flestar sendingar fyrir snertimörkum (41). Það voru líka veitt önnur verðlaun. New York Jets mennirnir Sauce Gardner (vörn) og Garrett Wilson (sókn) voru valdir nýliðar ársins. Justin Jefferson, útherji Minnesota Vikings, var kosinn besti sóknarmaðurinn og Nick Bosa hjá San Francisco 49ers þótti besti varnarmaður deildarinnar. Geno Smith, leikstjórnandi hjá Seattle Seahawks, átti endurkomu ársins og Brian Daboll hjá New York Giants var valinn þjálfari ársins. Super Bowl fer fram á sunnudagskvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 23.30. Upphitun hefst klukkan 22.00. Garrett Wilson is the 2022 Offensive Rookie of the Year! #NFLHonors @GarrettWilson_V pic.twitter.com/noVXmuhDRC— NFL (@NFL) February 10, 2023 SAUCE Defensive Rookie of the Year! #NFLHonors @iamsaucegardner pic.twitter.com/QH0LoUr8yX— NFL (@NFL) February 10, 2023 One of the best seasons for a WR of all time. @JJettas2 is your Offensive Player of the Year! #NFLHonors @surface pic.twitter.com/gaK5gvTvLw— NFL (@NFL) February 10, 2023 .@Giants head coach Brian Daboll wins Coach of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/8VePcysgG9— NFL (@NFL) February 10, 2023 STILL NOT WRITING BACK. @GenoSmith3 | #NFLHonors pic.twitter.com/ShC47ylj2s— NFL (@NFL) February 10, 2023 Nick Bosa wins the 2022 Defensive Player of the Year! #NFLHonors pic.twitter.com/IBqhDtfD3W— NFL (@NFL) February 10, 2023
NFL Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira