Einstakt á Íslandi og jafnvel í heiminum Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 9. febrúar 2023 21:50 Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR. Vísir/Hulda Margrét Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, var skiljanlega mjög ánægður í viðtali eftir sigurinn gegn Breiðabliki í kvöld. Sigurinn var annar sigur liðsins í röð og talsvert bjartara yfir ÍR-ingum miðað við fyrir sigurleikina tvo. Ísak sagði að liðsheildin hafi verið lykillinn að sigrinum. „Ef við horfum á stigatöfluna þá er einn maður með 20 stig, aðrir minna. Níu leikmenn með fimm stig eða meira og einn af þeim spilaði bara í fyrsta leikhluta. Þetta var geggjaður liðssigur og menn sýndu breiddina sem liðið hefur.“ „Það er ógeðslega gaman að fá framlag frá öllum sem komu inná, það sýnir styrk liðsins í þessari brekku sem við vorum í og erum byrjaðir að klífa upp núna.“ Skömmu fyrir viðtalið varð ljóst að Höttur vann KR. Liðin þrjú eru öll í fallbaráttu. Skiptir það einhverju máli? „Við þurfum að vinna fullt af leikjum til að halda okkur í deildinni. Það er svo mikið eftir af þessu móti að við ætlum ekki að útiloka úrslitakeppni. Núna förum við bara í þetta með smá „fokk-it“ hugarfari og ætlum að vinna hvern einasta leik.“ Ísak grínaðist með að breytingin á ÍR-liðinu fælist í því að ÍR goðsögnin Sveinbjörn Claessen væri mættur á bekkinn með þjálfunum. „Hann kom á bekkinn og það kemur ferskur blær með honum. Það vita allir hvað hann stendur fyrir.“ „Það keyptu sig líka allir inn í hvað planið var og aldrei datt mórallinn í eitthvað þrot. Það segir mikið um gæjana í þessu liði.“ Ísak var beðinn um að meta stöðuna eins og hún er akkúrat núna. „Það er annað sem hefur breyst. Ég er hættur að kíkja á stöðutöfluna. Ég veit varla hvað liðin eru með mörg stig. Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og sjá hvað það skilar okkur.“ Stuðningsveit ÍR-inga, Ghetto Hooligans, studdi sína menn frábærlega í kvöld, vel mætt og mikill hávaði í þeim. Hvernig er að spila á útivelli en samt í rauninni á heimavelli með þennan stuðning? „Það er bara geggjað. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þeim. Þetta er alveg einstakt held ég á Íslandi og þess vegna í heiminum. Við fengum frábæran stuðning á móti Grindavík á heimavelli í síðasta leik. Við vinnum hann, vorum búnir að tapa sex eða sjö leikjum á undan því, mætum svo hérna þar sem mesta stemningslið deildarinnar er að spila. Mínir menn eiga þessa stúku og það er bara ógeðslega gaman,“ sagði Ísak. Í viðtalinu var hann einnig spurður út í vítanýtingu Taylor Jones sem setti niður þrjú af fjórum vítaskotum sínum. Ísak segir að hann búist ekki við öðrum hauskúpuleik af vítalínunni aftur eins og gegn Grindavík þar sem ekkert gekk. Ísak var þá ánægður með Hákon Örn Hjálmarsson sem endaði stigahæstur í kvöld hjá gestunum með tuttugu stig. Hákon byrjaði á bekknum. Ísak segist heppinn að vera með þrjá frábæra bakverði, allir vilji byrja og enda leikina en á meðan sigrarnir koma þá hljóti allir að vera sáttir. Loks var hann spurður út í Luciano Massarelli sem meiddist snemma í leiknum og segir Ísak að sinn maður fari í myndatöku á morgun. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Ísak sagði að liðsheildin hafi verið lykillinn að sigrinum. „Ef við horfum á stigatöfluna þá er einn maður með 20 stig, aðrir minna. Níu leikmenn með fimm stig eða meira og einn af þeim spilaði bara í fyrsta leikhluta. Þetta var geggjaður liðssigur og menn sýndu breiddina sem liðið hefur.“ „Það er ógeðslega gaman að fá framlag frá öllum sem komu inná, það sýnir styrk liðsins í þessari brekku sem við vorum í og erum byrjaðir að klífa upp núna.“ Skömmu fyrir viðtalið varð ljóst að Höttur vann KR. Liðin þrjú eru öll í fallbaráttu. Skiptir það einhverju máli? „Við þurfum að vinna fullt af leikjum til að halda okkur í deildinni. Það er svo mikið eftir af þessu móti að við ætlum ekki að útiloka úrslitakeppni. Núna förum við bara í þetta með smá „fokk-it“ hugarfari og ætlum að vinna hvern einasta leik.“ Ísak grínaðist með að breytingin á ÍR-liðinu fælist í því að ÍR goðsögnin Sveinbjörn Claessen væri mættur á bekkinn með þjálfunum. „Hann kom á bekkinn og það kemur ferskur blær með honum. Það vita allir hvað hann stendur fyrir.“ „Það keyptu sig líka allir inn í hvað planið var og aldrei datt mórallinn í eitthvað þrot. Það segir mikið um gæjana í þessu liði.“ Ísak var beðinn um að meta stöðuna eins og hún er akkúrat núna. „Það er annað sem hefur breyst. Ég er hættur að kíkja á stöðutöfluna. Ég veit varla hvað liðin eru með mörg stig. Við ætlum að vinna eins marga leiki og við getum og sjá hvað það skilar okkur.“ Stuðningsveit ÍR-inga, Ghetto Hooligans, studdi sína menn frábærlega í kvöld, vel mætt og mikill hávaði í þeim. Hvernig er að spila á útivelli en samt í rauninni á heimavelli með þennan stuðning? „Það er bara geggjað. Ég verð að taka hatt minn ofan fyrir þeim. Þetta er alveg einstakt held ég á Íslandi og þess vegna í heiminum. Við fengum frábæran stuðning á móti Grindavík á heimavelli í síðasta leik. Við vinnum hann, vorum búnir að tapa sex eða sjö leikjum á undan því, mætum svo hérna þar sem mesta stemningslið deildarinnar er að spila. Mínir menn eiga þessa stúku og það er bara ógeðslega gaman,“ sagði Ísak. Í viðtalinu var hann einnig spurður út í vítanýtingu Taylor Jones sem setti niður þrjú af fjórum vítaskotum sínum. Ísak segir að hann búist ekki við öðrum hauskúpuleik af vítalínunni aftur eins og gegn Grindavík þar sem ekkert gekk. Ísak var þá ánægður með Hákon Örn Hjálmarsson sem endaði stigahæstur í kvöld hjá gestunum með tuttugu stig. Hákon byrjaði á bekknum. Ísak segist heppinn að vera með þrjá frábæra bakverði, allir vilji byrja og enda leikina en á meðan sigrarnir koma þá hljóti allir að vera sáttir. Loks var hann spurður út í Luciano Massarelli sem meiddist snemma í leiknum og segir Ísak að sinn maður fari í myndatöku á morgun.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55 Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - ÍR 91-104 | Breiðhyltingar komnir á bragðið ÍR hleypti mikilli spennu í botnbaráttu Subway-deildar karla með sigri á Breiðabliki í Smáranum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 9. febrúar 2023 20:55