Vestfirðingum neitað um orkuskipti Sigurður Páll Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 19:01 Orkuskipti eru lykilorð í umræðu um orkumál hér á landi. Orðið afhjúpar um leið ótrúlegan vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem er augljóslega ósamstíga og hikandi í orkumálum sem mun hafa mikið tjón í för með sér. Ef skipta á út jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa á Íslandi þarf að afla 16 TWst á ári, til viðbótar við árlega raforkuframleiðslu sem nemur núna 20 TWst. Þetta kallar á mikinn fjölda virkjana. Árlegur innflutningur olíu kostar um 100 milljarða króna þannig að mikið er í húfi. Miklu skiptir hvar og hvernig er virkjað ef ná á settum markmiðum. En við úti á landi vitum að orkuöryggi skiptir miklu og þar er dreifing aflstöðva um landið lykilþáttur. Afhendingaröryggi á Vestfjörðum Afhendingaröryggi raforku og virkjanamál, þá sérstaklega á Vestfjörðum, er í miklum ólestri. 159 truflanir urðu í raforkukerfi Orkubús Vestfjarða árið 2018 og 189 árið áður. Þetta ástand háir verulega uppbyggingu atvinnulífs og lífsgæðum íbúa. Í dag er málum þannig háttað að Vestfirðingar fá helming raforku sinnar eftir einni 160 km langri Vesturlínu. Orkan er sótt í Blönduvirkjun og er flutt 260 km leið frá orkustöð, í tengivirkið í Mjólká, með tilheyrandi töpum. Hinn helmingurinn er framleiddur innan Vestfjarða og er Orkubú Vestfjarða þar stærsti orkuframleiðandinn og eini framleiðandinn sem hefur einhvern varaforða sem heitið getur í lónum við sínar virkjanir eins og eins og Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, hefur bent ítrekað á. Stærsta virkjun Orkubús Vestfjarða er Mjólkárvirkjun, 11 MW, en samtals eru virkjanir í eigu OV og einkaaðila á Vestfjörðum 21 MW. Hvalárvirkjun sem fæst ekki reist að kröfu verndarsinna í öðrum landshlutum er áætluð 55 MW. Þá er hægt að fá 20 til 30 MW með virkjun í Vatnsdal í Vatnsfirði. Það eru nægir orkukostir á Vestfjörðum, það vantar bara viljann til að virkja. Net varaflsvéla á Vestfjörðum Til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum þegar flutningslínur eru straumlausar hefur verið komið upp einstöku neti varaflsvéla víða um Vestfirði sem keyra allar á dísil. Landsmenn myndi sjálfsagt reka í rogastans ef þeir vissu hve háðir Vestfirðingar eru varaafli frá dísil-rafstöðvum. Elías hefur bent á að Vestfirðir þurfa í dag að vera með 100% (dísil) varaafl fyrir raforku til heimilisnota og til þeirra fyrirtækja sem nota forgangsorku til að tryggja ásættanlegt afhendingaröryggi. Þá þarf 100% varaafl í formi olíukatla við straumleysi í stað rafkyntu hitaveitnanna. Varaafl á Vestfjörðum í formi dísil-véla og olíukatla er um 50 MW í dag. Hvernig getur það komið heim og saman að treysta á slíkt kerfi og neita um leið Vestfirðingum að virkja í eigin landshluta? Enn fleiri dísilstöðvar Nú hafa stjórnendur orkumála á Vestfjörðum bent á að til að halda óbreyttu þjónustustigi við notendur á Vestfjörðum, með aukinni orkunotkun vegna orkuskipta og uppbyggingar atvinnulífs, þá þyrfti enn að auka við dísil-knúið varaafl. „Fyrir hver 10 MW sem orkunotkunin eykst á Vestfjörðum þarf þá ekki bara að virkja 10 MW einhvers staðar á landinu heldur þarf líka að „virkja“/ fjárfesta í 10 MW í dísil-varaafli innan Vestfjarða – virkja þannig tvisvar vegna sömu eftirspurnar. Varðandi kostnað við 10 MW varaafl má hafa til hliðsjónar fjárfestingu í áðurnefndri varaaflsstöð LN árið 2015 - kostnaðaráætlun 1,5 milljarðar,“ skrifar Elías og má taka undir með honum að þetta stríðir gegn allri skynsemi. Það er með öllu óskiljanlegt að menn skilji ekki að virkjun innan svæðisins gerir aukið varaafl óþarft. Nú þegar er fjárfesting í varaafli gríðarleg á Vestfjörðum og leggur í raun sérstakan orkuskatt á íbúa landsfjórðungsins. Hver framleidd kWst í varaafli mjög dýr, ekki síst þegar olíuverð er hátt. Útreiknað einingarverð varaafls er í dag nálægt tífalt söluverð raforku frá vatnsaflsvirkjun. Virkja í héraði og varaaflið verður grænt Fulltrúar Orkubús Vestfjarða hafa ítrekað bent á að einfaldar lausnir eru við þessu öllu. Það er hægt að koma upp virkjun innan svæðisins, í seilingarfjarlægð frá mestu notkuninni, sem hefur nægilegt afl og nægilegt vatn í lónum til að mæta orkuþörf innan Vestfjarða þegar flutningslínur inn á Vestfirði verða straumlausar. Með því að slík virkjun sé nægilega aflmikil til að mæta aflþörfinni innan Vestfjarða ásamt öðrum virkjunum þá þarf í flestum tilfellum ekki að ræsa dísil-knúið varaafl. Þar sem aflið í virkjuninni er auðvitað ekki dísil-knúið heldur vatnsafl er í raun búið að tryggja afhendingu með vatnsafli og varaaflið þá orðið grænt. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað í umræðu um orkuskipti þá tryggir hún að strax verði ráðist í nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir á Vestfjörðum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Orkumál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Orkuskipti eru lykilorð í umræðu um orkumál hér á landi. Orðið afhjúpar um leið ótrúlegan vandræðagang ríkisstjórnarinnar sem er augljóslega ósamstíga og hikandi í orkumálum sem mun hafa mikið tjón í för með sér. Ef skipta á út jarðefnaeldsneyti sem orkugjafa á Íslandi þarf að afla 16 TWst á ári, til viðbótar við árlega raforkuframleiðslu sem nemur núna 20 TWst. Þetta kallar á mikinn fjölda virkjana. Árlegur innflutningur olíu kostar um 100 milljarða króna þannig að mikið er í húfi. Miklu skiptir hvar og hvernig er virkjað ef ná á settum markmiðum. En við úti á landi vitum að orkuöryggi skiptir miklu og þar er dreifing aflstöðva um landið lykilþáttur. Afhendingaröryggi á Vestfjörðum Afhendingaröryggi raforku og virkjanamál, þá sérstaklega á Vestfjörðum, er í miklum ólestri. 159 truflanir urðu í raforkukerfi Orkubús Vestfjarða árið 2018 og 189 árið áður. Þetta ástand háir verulega uppbyggingu atvinnulífs og lífsgæðum íbúa. Í dag er málum þannig háttað að Vestfirðingar fá helming raforku sinnar eftir einni 160 km langri Vesturlínu. Orkan er sótt í Blönduvirkjun og er flutt 260 km leið frá orkustöð, í tengivirkið í Mjólká, með tilheyrandi töpum. Hinn helmingurinn er framleiddur innan Vestfjarða og er Orkubú Vestfjarða þar stærsti orkuframleiðandinn og eini framleiðandinn sem hefur einhvern varaforða sem heitið getur í lónum við sínar virkjanir eins og eins og Elías Jónatansson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða, hefur bent ítrekað á. Stærsta virkjun Orkubús Vestfjarða er Mjólkárvirkjun, 11 MW, en samtals eru virkjanir í eigu OV og einkaaðila á Vestfjörðum 21 MW. Hvalárvirkjun sem fæst ekki reist að kröfu verndarsinna í öðrum landshlutum er áætluð 55 MW. Þá er hægt að fá 20 til 30 MW með virkjun í Vatnsdal í Vatnsfirði. Það eru nægir orkukostir á Vestfjörðum, það vantar bara viljann til að virkja. Net varaflsvéla á Vestfjörðum Til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum þegar flutningslínur eru straumlausar hefur verið komið upp einstöku neti varaflsvéla víða um Vestfirði sem keyra allar á dísil. Landsmenn myndi sjálfsagt reka í rogastans ef þeir vissu hve háðir Vestfirðingar eru varaafli frá dísil-rafstöðvum. Elías hefur bent á að Vestfirðir þurfa í dag að vera með 100% (dísil) varaafl fyrir raforku til heimilisnota og til þeirra fyrirtækja sem nota forgangsorku til að tryggja ásættanlegt afhendingaröryggi. Þá þarf 100% varaafl í formi olíukatla við straumleysi í stað rafkyntu hitaveitnanna. Varaafl á Vestfjörðum í formi dísil-véla og olíukatla er um 50 MW í dag. Hvernig getur það komið heim og saman að treysta á slíkt kerfi og neita um leið Vestfirðingum að virkja í eigin landshluta? Enn fleiri dísilstöðvar Nú hafa stjórnendur orkumála á Vestfjörðum bent á að til að halda óbreyttu þjónustustigi við notendur á Vestfjörðum, með aukinni orkunotkun vegna orkuskipta og uppbyggingar atvinnulífs, þá þyrfti enn að auka við dísil-knúið varaafl. „Fyrir hver 10 MW sem orkunotkunin eykst á Vestfjörðum þarf þá ekki bara að virkja 10 MW einhvers staðar á landinu heldur þarf líka að „virkja“/ fjárfesta í 10 MW í dísil-varaafli innan Vestfjarða – virkja þannig tvisvar vegna sömu eftirspurnar. Varðandi kostnað við 10 MW varaafl má hafa til hliðsjónar fjárfestingu í áðurnefndri varaaflsstöð LN árið 2015 - kostnaðaráætlun 1,5 milljarðar,“ skrifar Elías og má taka undir með honum að þetta stríðir gegn allri skynsemi. Það er með öllu óskiljanlegt að menn skilji ekki að virkjun innan svæðisins gerir aukið varaafl óþarft. Nú þegar er fjárfesting í varaafli gríðarleg á Vestfjörðum og leggur í raun sérstakan orkuskatt á íbúa landsfjórðungsins. Hver framleidd kWst í varaafli mjög dýr, ekki síst þegar olíuverð er hátt. Útreiknað einingarverð varaafls er í dag nálægt tífalt söluverð raforku frá vatnsaflsvirkjun. Virkja í héraði og varaaflið verður grænt Fulltrúar Orkubús Vestfjarða hafa ítrekað bent á að einfaldar lausnir eru við þessu öllu. Það er hægt að koma upp virkjun innan svæðisins, í seilingarfjarlægð frá mestu notkuninni, sem hefur nægilegt afl og nægilegt vatn í lónum til að mæta orkuþörf innan Vestfjarða þegar flutningslínur inn á Vestfirði verða straumlausar. Með því að slík virkjun sé nægilega aflmikil til að mæta aflþörfinni innan Vestfjarða ásamt öðrum virkjunum þá þarf í flestum tilfellum ekki að ræsa dísil-knúið varaafl. Þar sem aflið í virkjuninni er auðvitað ekki dísil-knúið heldur vatnsafl er í raun búið að tryggja afhendingu með vatnsafli og varaaflið þá orðið grænt. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað í umræðu um orkuskipti þá tryggir hún að strax verði ráðist í nauðsynlegar virkjanaframkvæmdir á Vestfjörðum. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun