Getur verið að ykkur langi í verkfall? Ágúst Valves Jóhannesson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar