Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 10:46 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. „Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22
Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13
Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59