Segir Eflingu brjóta lög og hagnast á ólögmætu ástandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 10:46 Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óboðlegt að Efling hyggist ekki afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína þrátt fyrir úrskurð héraðsdóms þess efnis. Afhendi Efling hana ekki sé sú staða komin upp að lög gildi ekki í landinu. „Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
„Að fólk geti valið hvort það fylgi lögum, það er algjörlega ólíðandi staða sem við getum aldrei búið við,“ sagði Halldór Benjamín í samtali við fréttastofu eftir að fundi samninganefndar SA og ríkissáttasemjara lauk um klukkan tíu. Tilefni fundarins var að ræða atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Sáttasemjari segist hafa boðað samninganefndir SA og Eflingar á fundinn en Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur hafnað því að hafa fengið boð. Efling hefur ekki viljað afhenda kjörskrá sína svo félagsmenn Eflingar geti greitt atkvæði um tillögu sáttasemjara. „Úrskurður héraðsdóms, sem var kveðinn upp í gær og er alveg kristaltær, segir að miðlunartillagan sé lögleg að öllu leyti og það sem er mest um vert er að Eflingu er skylt að afhenda kjörskrá sína til að atkvæðagreiðsla um tillöguna geti farið fram,“ segir Halldór. Í gær féll einnig dómur hjá Félagsdómi sem mat svo að verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum sem hefjast klukkan 12 á hádegi í dag séu löglegar. „Þetta er mikill furðudómur, þar sem meirihluti dómins kemst að þeirri niðurstöðu að þau sem brjóta lög, þau sem fylgja ekki tilmælum héraðsdóms, geti hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi. Það er nákvæmlega það sem Efling er að gera í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað þau til fundar en þau hafa sagt að þau geti það ekki sökum anna,“ segir Halldór. „Ég þekki ekkert annað dæmi í vinnumarkaðssögunni þar sem stéttarfélag er í raun að gefa ríkisvaldinu baugfingurinn og neitað að mæta til fundar þegar þau eru boðuð.“ Hann segir augljóst að kjaradeilunni ljúki um leið og miðlunartillagan fer í atkvæðagreiðslu. „Allt sem við kemur Eflingu er án fordæma og það er ástæða til að tortryggja og véfengja allt sem kemur úr þeim herbúðum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22 Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13 Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Vonbrigði að Efling hafi ekki mætt til fundar Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, segir vonbrigði að samninganefnd Eflingar hafi ekki mætt til fundar sem hann boðaði hana á í morgun. Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins mætti á fundinn, þar sem atkvæðagreiðsla vegna miðlunartillögu sáttasemjara, var til umræðu. 7. febrúar 2023 10:22
Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. 7. febrúar 2023 10:13
Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. 7. febrúar 2023 08:59