Veður

Appel­sínu­gular við­varanir gefnar út fyrir nær allt land

Atli Ísleifsson skrifar
Landsmenn mega búa sig undir suðvestan storm eða rok og talsverðri úrkomu.
Landsmenn mega búa sig undir suðvestan storm eða rok og talsverðri úrkomu. Veðurstofan

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið.

Appelsínugulu viðvaranirnar ná yfir allt landið nema Vestfirði þar sem gul viðvörun verður í gildi.

Höfuðborgarsvæðið

  • Sunnan stormur eða rok og mikil úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 06:00 – 08:00. Sunnan 20-28 m/s og mjög snarpar vindhviður. Hvassast í efri byggðum og við ströndina. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma. Nauðsynlegt er að tryggja munina utandyra. Veðrið gengur mjög hratt yfir en færð getur spillst á meðan á því stendur.

Suðurland

  • Sunnan stormur eða rok (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 06:00 – 09:30. Sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Faxaflói

  • Sunnan og suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 06:00 – 08:30. Sunnan og suðvestan 20-28 m/s og talsverð eða mikil snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Breiðafjörður

  • Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (Appelsínugult ástand). 7. feb. kl. 07:30 – 08:30. Sunnan og suðvestan 20-28 m/s og talsverð eða mikil snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Vestfirðir

  • Sunnan hvassviðri og hríð (gul viðvörun). 7. feb. kl. 07:00 – 09:30. Sunnan 18-23 m/s og snjókoma. Mjög takmarkað skyggni og slæmt ferðaveður.

Strandir og Norðurland vestra

  • Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 07:00 – 10:00. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Norðurland eystra

  • Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 08:00 – 11:00. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Austurland að Glettingi

  • Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 09:00 – 12:30. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Austfirðir

  • Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 09:30 – 13:30. Sunnan og suðvestan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Suðausturland

  • Suðvestan stormur eða rok og talsverð úrkoma (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 07:30 – 12:30. Sunnan 23-28 m/s og talsverð snjókoma. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Fólki er bent á að tryggja muni utandyra. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.

Miðhálendið

  • Sunnan rok og hríð (appelsínugul viðvörun). 7. feb. kl. 07:00 – 12:00. Sunnan 23-28 m/s og hríð. Ekkert ferðaveður á meðan veðrið gengur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×