Skjóti skökku við að tefla fram „karlastétt með frekar há laun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 5. febrúar 2023 22:00 Konráð Guðjónsson er efnahagsráðgjafi SA. Vísir/Ívar Fannar Tíðinda er að vænta í vikunni í kjaradeilu Eflingar en að óbreyttu hefjast verkföll á þriðjudag. Sömuleiðis hefur verkfall verið boðað meðal flutningabílstjóra, sem Samtök atvinnulífsins hafa kallað hálaunastétt. Efnahagsráðgjafi SA stendur við það og segir það skjóta skökku við að hálaunaðri karlastétt sé teflt fram í baráttunni. Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðsdómur tók í síðustu viku fyrir kröfu ríkissáttasemjara um að fá afhent félagatal Eflingar til að atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu gæti farið fram. Félagsdómi var þá falið að athuga hvort að boðuð verkföll Eflingar væru ólögmæt í ljósi þess að miðlunartillaga liggur fyrir. Mögulget er að niðurstðaa liggi fyrir á morgun. Það gæti haft áhrif á framhaldið en eins og staðan er í dag hefst ótímabundið verkfall um 300 félagsmanna hjá Íslandshótelum á hádegi á þriðjudag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um boðuð verkföll um 500 hótelstarfsmanna til viðbótar og um 70 bílstjóra hjá olíufyrirtækjunum um kvöldið sama dag. Segja ekki hægt að véfengja gögnin Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu segir fullyrðingar SA um há laun þeirra stéttari ekki standast skoðun. Á launaseðlum sem hann sendi fréttastofu kemur fram að mánaðarlaun séu ríflega 400 þúsund en vaktarálag og yfirvinna komi helst til hækkunar. Dæmi voru um að heildarlaun væru rétt rúm 600 þúsund með álagi. Efnahagsráðgjafi SA segir fullyrðingar þeirra byggðar á gögnum frá fyrirtækjunum sjálfum sem ekki sé hægt að véfengja með nokkrum launaseðlum. „Hæstu launin sem að við höfum upplýsingar um eru ein og hálf milljón á mánuði, þar vissulega er mikið um yfirvinnu bak við, en þetta er eitthvað um 900 þúsund sem er algengast að fólk sé,“ segir Konráð Guðjónsson, efnahagsráðgjafi SA. Furðar sig á útspilinu Laun séu þá mismunandi eftir árstíma. Vaktir séu að mestu leiti í dagvinnu og ekki þannig að bílstjórar vinni meira. „Hjá einu fyrirtæki til dæmis þá eru þetta að meðaltali sjö yfirvinnutímar á mánuði sem er innan við fimm prósent af heildarvinnutímanum. Þannig að nei, það virðist ekki vera þannig.“ Það veki þá ákveðna furðu að Efling hafi teflt þessum hópi fram. „Þegar það er verið að tala um það að það sé verið að berjast fyrir launum láglauna kvenna þá er karlastétt teflt fram sem er með frekar há laun í þessum hópi og það sé verið að berja sérstaklega fyrir hækkunum á launum hennar. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Konráð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira