Körfubolti

Tap hjá Tryggva og félögum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason í leik með Zaragoza. Vísir/Getty

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza biðu lægri hlut gegn Baskonia á útivelli í spænska körfuboltanum í dag. Hræðilegur annar leikhluti varð Zaragoza dýrkeyptur.

Fyrir leikinn í dag var lið Baskona í fjórða sæti deildarinnar en Zaragoza í fjórtánda sæti og því ljóst að um erfiðan leik var að ræða fyrir Tryggva Snæ og samherja hans.

Þeir byrjuðu hins vegar af krafti. Þeir leiddu 23-16 eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta snerist taflið heldur betur við. Þá skoraði lið Zaragoza aðeins níu stig í öllum leikhlutanum og voru komnir sjö stigum undir þegar flautað var til hálfleiks.

Heimamenn í Baskonia bættu við eftir hlé og gestirnir réðu ekkert við Markus Hoaward í liði Baskonia. Fyrir fjórða leikhluta þurfti lið Zaragoza liðið að vinna upp fimmtán stiga forskot Baskonia, það tókst ekki þrátt fyrir að þeir hafi náði stuttum áhlaupum.

Lokatölur 91-79 fyrir Baskonia. Tryggvi Snær lék í tuttugu og sjö mínútur í leiknum í dag. Hann skoraði 12 stig, tók 5 fráköst og gaf eina stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×