Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 07:01 Edvald Edvaldsson og Anna Rivera Jové kynntust þegar þau voru í meistaranámi í orkuverkfræði í Svíþjóð og störfuðu síðar bæði hjá stórfyrirtækjum í Danmörku. Þegar Edvald var í feðraorlofi í Barcelona með aðra dóttur þeirra hjóna, fékk hann hugmynd að nýsköpunarfyrirtækinu Youwind Renewables sem nú er í örum vexti. „Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til. „Ég spurði því góðan vin minn sem er forritari hvort það væri hægt að búa til hugbúnaðarlausn úr Excelskjali. Það má segja að þannig hafi boltinn farið að rúlla.“ Þetta var árið 2018 en síðan þá hefur Youwind Renewables unnið að þróun hugbúnaðar sem þjónustar verkfræðihluta á þróun vindmylla á hafi úti. Meðal viðskiptavina eru nokkrir af stærstu þróunaraðilum í þessum geira í heiminum. Atvinnulífinu langaði að forvitnast um það, hvernig það kom til að verkfræðingur frá Íslandi endaði í nýksöpunarstarfsemi í Barcelona. Ástir og örlög Þegar Edvald Edvaldsson var í meistaranámi í véla- og orkuverkfræðinámi í Konungalega tækniháskólanum í Svíþjóð, kynntist hann eiginkonu sinni, hinni spænsku Önnu Rivera Jové, sem einnig er orkufræðingur og með meistaragráðu í vindorku frá Tækniháskólanum í Danmörku. Edvald og Anna lögðu bæði áherslu á endurnýjanleg orkufræði í námi sínu og í kjölfar útskriftar í Stokkhólmi, lá leiðin til Kaupmannahafnar. Þar störfuðu þau hjá stórum fyrirtækjum tímabilið 2011 til 2017. Edvald starfaði fyrir fyrirtæki sem heitir Ørsted en Anna fyrir fyrirtækið Siemens Gamesa. Þegar Anna var ófrísk af annarri dóttur þeirra, ákváðu hjónin að flytja til Barcelona þaðan sem Anna er. Dóttirin fæðist og í feðraorlofinu segist Edvald hafa farið í ákveðna naflaskoðun; Hvað langaði hann að gera? Mig langaði ekki að fara aftur að vinna fyrir stórt fyrirtæki. Ég fann það. En vissi ekki hvað nákvæmlega ég ætti að gera. Hugurinn leitaði þó í að gera eitthvað sjálfstætt og við meira að segja skoðuðum allt á milli himins og jarðar. Allt frá því að stofna vefverslun yfir í að skoða inn- og útflutning,“ segir Edvald. „Ég velti mikið fyrir mér hvað væri áhugavert og skemmtilegt. Og þótt ég væri í fríi frá orkufræðunum fann ég að vindmyllubransinn togaði alltaf aftur í mig. Ég hafði búið til þennan excelgrunn í kringum verkefni tengdum ráðgjöf i vindmylluverkefnum og þegar fyrir lá að við gætum búið til hugbúnað í kringum þennan grunn, fór boltinn að rúlla eins og áður sagði.“ Það sem hugbúnaður Youwind Renewables gerir er að sameina veðurgögn (vindhraða og ölduhæð), kostnaðarlíkkön og varmatöp sem með gagnavinnslu gerir notendum búnaðarins kleift að reikna út hagkvæmni vinmyllugarða með mjög einföldum hætti. Með notkun hugbúnaðarins spara notendur sér mikinn tíma við gagnavinnslu og verkfræðiútreikninga í notendavænu viðmóti Youwind hugbúnaðarins og hægt er að sjá beint hvernig áhrifin eru á umhverfið við hverja verkefnaútfærslu. Edvald segir mikilvægt að fólk finnist vinnan sín skemmtileg. Hjá Youwind Renewables er því lagt áhersla á fjarvinnu, að fólk taki sér góðar pásur yfir daginn og að ekki sé verið að vinna öll kvöld og helgar. Þó hefur Edvald fylgst með fyrirtækjum sem eru með 40-50 starfsmenn í vinnu og þó komin mun skemur á veg en Youwind Renewables. Út í djúpu laugina Úr varð að Edvald og Anna hittu forritara frá Vestmannaeyjum sem þá bjó í Barcelona, Viktor Smári Ágústsson. „Við settumst niður með honum, fengum okkur kaffi og fórum yfir það hver staðan hjá okkur væri með hugmyndina og hvert okkur langaði að fara. Viktor var strax á annarri mínútu samtalsins sannfærður um að þetta myndi ganga upp hjá okkur og þannig kom það til að við fengum þennan íslenska slagkraft frá Vestmannaeyjum til að taka fyrstu skrefin. Eyjamenn eins og Viktor hafa einmitt lag a að standa í lappirnar í suðaustan átt í 40 m/s.“ Í kjölfarið hentu hjónin sér út í djúpu laugina. Fyrirtækið var stofnað og eru eigendur Edvald og Anna og einn vinur þeirra sem kom strax inn sem meðstofnandi. „Við bjuggum til mjög einfalda frumútgáfu og seldum fyrsta viðskiptavininum notkun á þeirri útgáfu. Þar með voru fyrstu tekjurnar komnar og ég myndi í rauninni alltaf ráðleggja frumkvöðlum að fara svona af stað,“ segir Edvald og bætir við til útskýringar: „Með því að fara af stað með einfalda og ódýra útgáfu í staðinn fyrir dýra og umfangsmikla, ertu frekar að tryggja að þú sért að búa til vöru og þjónustu sem viðskiptavinir vilja nota. Þar með er næsta sala auðveldari af þvi´að þú skilur viðskiptavininn betur og það vandamál sem þeir vilja láta leyst fyrir sig“ En hvernig náðir þú í fyrsta viðskiptavininn? Ég var á ráðstefnu og í hléi hitti ég aðila og sagði þeim stuttlega frá því sem við vorum að gera. Þeir slóu til og vildu prófa búnaðinn frekar í nokkrum verkefnum. Auðvitað greiddu þeir ekkert háar upphæðir fyrir en það er líka eðlilegt í byrjun. En í dag er þetta einn af okkar stærstu viðskiptavinum.“ Á næstu mánuðum er ætlunin að ráða fleiri starfsmenn en Edvald segir fyrirtækið hafa farið sér hægt í að fjölga starfsfólki. Mikilvægt sé að tryggja fyrst stöðugleika tekna þannig að alltaf sé öruggt að hægt sé að greiða öllum laun um hver mánaðarmót. Þá vilji fyrirtækið síður vera of fljótt á sér að ráða inn fólk, en þurfa að fækka síðar. Að fara sér hægt Síðan þetta var, hefur fyrirtækið smátt og smátt aukið umsvifin sín. Veltan þrefaldast, starfsmönnum fjölgað og útlitið er bjart. Nú þegar eru starfsmennirnir sjö og viðskiptavinir um allan heim: Í Ástralíu, Suður Kóreu, Japan, víða um Evrópu og í Ameríku. Fyrirhugað er að fjölga starfsmönnum á næstu mánuðum en segir Edvald að viljandi gæti þau hófsemd í ráðningum. „Við erum með rosalega öflugt og hagnýtt teymi sem hefur haldið áfram að þróa vöruna. Ég hef séð fyrirtæki í geiranum með 40-50 starfsmenn sem eru komin skemur á veg en við. Við viljum samt flýta okkur hægt, Frekar að tryggja tekjurnar þannig að laun fyrir alla séu örugg um hver mánaðarmót, frekar en að stækka of hratt og þurfa kannski að fækka fólki síðar.“ Enda segir Edvald hraða stækkun ekkert endilega alltaf bestu leiðina. „Stækkun fyrirtækis kallar líka á nýjar áskoranir. Eins og er, gengur þetta mjög smurt, við erum að þróa vöruna okkar áfram og náum að sinna viðskiptavinum okkar. Um leið og starfsmönnum fjölgar þarf líka að vera svigrúm fyrir okkur sjálf til að einbeita okkur þá að því að stjórna og hafa yfirsýn á öðrum og fleiri hlutum í rekstri og starfsemi. Við einbeitum okkur að finna réttu aðilana hverju sinni en við hvetjum mikið unga íslenska verkfræðinga og forritara til að sækja um. Það skiptir ekki öllu hver reynslan er, meira hvernig hver einstaklingur passar inn í teymið„ Hvað með styrki eða utanaðkomandi fjárfesta? „Við höfum verið mjög heppin með styrki og viðurkenningar. Höfum fengið hjá Loftlagssjóði, Tækniþróunarsjóði og tvo styrki frá ESB vegna verkefna sem við höfum unnið með öðrum. Við höfum líka verið valin sem eitt af þremur fyrirtækjum með bestu nýsköpunarhugmyndin hjá Wind Europe,“ segir Edvald og bætir við: „Varðandi fjárfesta höfum við farið rólega í að tala við þá. Frekar að nokkrir stærri sjóðir hafa nálgast okkur og við vitum alveg að því að við teljumst áhugaverð enda komin langt með þróun. Það skiptir hins vegar svo miklu máli ef til kæmi að sá samstarfsaðili væri réttur. Við trúum mjög mikið á vöruna okkar og fyrirtækið og finnst mikilvægt að halda í okkar sérstöðu og sjálfsmynd sem öflugt fyrirtæki.“ Youwind Renewables er með aðsetur bæði í Barcelona og í Reykjavík. Hvers vegna Reykjavík? „Það er gott að vera í Barcelona til að ferðast um á meginlandinu því stór hluti af sölu fer fram á ráðstefnum þar sem við erum að hitta fólk í þessum geira. Okkur langar samt til að byggja upp þessa þekkingu á Íslandi líka þannig að þar þurfi ekki alltaf að leita til erlendra sérfræðinga. Við höfum því alveg áhuga á að koma að svona verkefnum á Íslandi og minn draumur er sá að Youwind Renewables verði leiðandi í þróun á vindmyllufræðum á Íslandi.“ Í febrúar á Anna von á þriðju dóttur þeirra hjóna og því er búið að vera mikið að gera hjá litlu fjölskyldunni frá því að Youwind Renewables var stofnað. Edvald og Anna hafa þá reglu að ef annað þeirra vill ekki tala um vinnuna þegar þau eru heima, þá er það virt og bannað að tala um vinnuna. Mikilvægt að öllum líði vel Af fjölskyldunni er það síðan að frétta að nú er þriðja dóttirin á leiðinni og því stutt í að fjölskyldan telji fimm. En hvernig er það að vera hjón saman í nýsköpun á sama tíma og þið eruð að eignast börn og byggja upp heimili? „Við höfum í raun skalað lífstandardinn þannig að hann taki mið af því hvað við erum að gera. Því þetta er mikil vinna og í raun miklu meiri vinna en launin okkar segja til um,“ segir Edvald en bætir við að auðvitað sé það hin eðlilega staða þegar verið er að byggja upp ungt fyrirtæki. En hvernig er það að vera hjón og vinna saman? „Það gengur ótrúlega vel. Við lærðum auðvitað mikið á því saman í námi að vinna saman og eigum auðvelt með að gera það. Við þurfum bæði að ferðast frekar mikið en þetta er að ganga mjög vel. Reglan heima við er samt sú að þegar annar aðilinn vill frí frá því að tala um vinnuna, þá er það virt og vinnan sett til hliðar.“ Edvald segir það reyndar eiga við um aðra líka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á fjarvinnu en bjóðum upp á að fólk hafi skrifstofuaðstöðu bæði í Reykjavík og Barcelona. Skrifstofan okkar í Barcelona er í raun okkar helsta söluskrifstofa enda margir af okkar viðskiptavinum spænskumælandi. Við leggjum líka mjög mikla áherslu á að fólk taki sér reglulega pásu frá vinnu. Ekki bara á kvöldin og um helgar heldur líka yfir daginn. Með því að gera það, aukum við líkurnar á ferskleikanum,“ segir Edvald og bætir við: Það er svo mikilvægt að öllum líði vel og finnist skemmtilegt að vinna. Með því að hugsa vel um okkur, taka okkur pásur, setja símann á silent eða gera eitthvað skemmtilegt eru meiri líkur á að við fáum nýjar hugmyndir, séum inspired og fersk. Við viljum ekki að fólkið okkar sé alltaf í vinnunni og þótt viðskiptavinir hringi eða sendi tölvupóst þá er allt í lagi þótt þeim sé svarað klukkutíma síðar vegna þess að við erum í ræktinni eða að hugleiða. Fyrir vikið erum við bara ferskari og betri í því sem við erum að gera.“ Og það er ljóst í samtalinu að Edvald er ánægður með þá stefnu að hafa hætt í starfi hjá stóru fyrirtæki til að byggja upp fyrirtæki í nýsköpun. „Ég kem úr mikilli frumkvöðlafjölskyldu. Það eru margir í kringum mig sem starfa sjálfstætt og þessi sjálfstæðu vinnubrögð eru því eitthvað sem ég ólst upp við á heimilinu og í nærumhverfinu. Margir vinir mínir í menntaskóla og síðar háskóla hafa líka farið í alls kyns nýjungar og sjálfstæðan rekstur. Við höfum því oft rætt um að í gegnum tíðina hverjir kostirnir og gallarnir eru að vinna hjá stóru fyrirtæki eða litlu,“ segir Edvald og bætir við: „En að fara í svona frumkvöðlastarfsemi held ég að hafi alltaf blundað eitthvað í mér. Þetta var auðvitað hugmynd sem kom óvart í feðraorlofi þar sem ég hafði svigrúm til að velta fyrir mér hvað mig langaði til að gera. Þetta var sætur tími að hugsa um nýja hluti, ég fann að mig langaði til að gera eitthvað nýtt og úr varð að nú er Youwind Renewables orðið til.“ Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Umhverfismál Starfsframi Tengdar fréttir Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ég spurði því góðan vin minn sem er forritari hvort það væri hægt að búa til hugbúnaðarlausn úr Excelskjali. Það má segja að þannig hafi boltinn farið að rúlla.“ Þetta var árið 2018 en síðan þá hefur Youwind Renewables unnið að þróun hugbúnaðar sem þjónustar verkfræðihluta á þróun vindmylla á hafi úti. Meðal viðskiptavina eru nokkrir af stærstu þróunaraðilum í þessum geira í heiminum. Atvinnulífinu langaði að forvitnast um það, hvernig það kom til að verkfræðingur frá Íslandi endaði í nýksöpunarstarfsemi í Barcelona. Ástir og örlög Þegar Edvald Edvaldsson var í meistaranámi í véla- og orkuverkfræðinámi í Konungalega tækniháskólanum í Svíþjóð, kynntist hann eiginkonu sinni, hinni spænsku Önnu Rivera Jové, sem einnig er orkufræðingur og með meistaragráðu í vindorku frá Tækniháskólanum í Danmörku. Edvald og Anna lögðu bæði áherslu á endurnýjanleg orkufræði í námi sínu og í kjölfar útskriftar í Stokkhólmi, lá leiðin til Kaupmannahafnar. Þar störfuðu þau hjá stórum fyrirtækjum tímabilið 2011 til 2017. Edvald starfaði fyrir fyrirtæki sem heitir Ørsted en Anna fyrir fyrirtækið Siemens Gamesa. Þegar Anna var ófrísk af annarri dóttur þeirra, ákváðu hjónin að flytja til Barcelona þaðan sem Anna er. Dóttirin fæðist og í feðraorlofinu segist Edvald hafa farið í ákveðna naflaskoðun; Hvað langaði hann að gera? Mig langaði ekki að fara aftur að vinna fyrir stórt fyrirtæki. Ég fann það. En vissi ekki hvað nákvæmlega ég ætti að gera. Hugurinn leitaði þó í að gera eitthvað sjálfstætt og við meira að segja skoðuðum allt á milli himins og jarðar. Allt frá því að stofna vefverslun yfir í að skoða inn- og útflutning,“ segir Edvald. „Ég velti mikið fyrir mér hvað væri áhugavert og skemmtilegt. Og þótt ég væri í fríi frá orkufræðunum fann ég að vindmyllubransinn togaði alltaf aftur í mig. Ég hafði búið til þennan excelgrunn í kringum verkefni tengdum ráðgjöf i vindmylluverkefnum og þegar fyrir lá að við gætum búið til hugbúnað í kringum þennan grunn, fór boltinn að rúlla eins og áður sagði.“ Það sem hugbúnaður Youwind Renewables gerir er að sameina veðurgögn (vindhraða og ölduhæð), kostnaðarlíkkön og varmatöp sem með gagnavinnslu gerir notendum búnaðarins kleift að reikna út hagkvæmni vinmyllugarða með mjög einföldum hætti. Með notkun hugbúnaðarins spara notendur sér mikinn tíma við gagnavinnslu og verkfræðiútreikninga í notendavænu viðmóti Youwind hugbúnaðarins og hægt er að sjá beint hvernig áhrifin eru á umhverfið við hverja verkefnaútfærslu. Edvald segir mikilvægt að fólk finnist vinnan sín skemmtileg. Hjá Youwind Renewables er því lagt áhersla á fjarvinnu, að fólk taki sér góðar pásur yfir daginn og að ekki sé verið að vinna öll kvöld og helgar. Þó hefur Edvald fylgst með fyrirtækjum sem eru með 40-50 starfsmenn í vinnu og þó komin mun skemur á veg en Youwind Renewables. Út í djúpu laugina Úr varð að Edvald og Anna hittu forritara frá Vestmannaeyjum sem þá bjó í Barcelona, Viktor Smári Ágústsson. „Við settumst niður með honum, fengum okkur kaffi og fórum yfir það hver staðan hjá okkur væri með hugmyndina og hvert okkur langaði að fara. Viktor var strax á annarri mínútu samtalsins sannfærður um að þetta myndi ganga upp hjá okkur og þannig kom það til að við fengum þennan íslenska slagkraft frá Vestmannaeyjum til að taka fyrstu skrefin. Eyjamenn eins og Viktor hafa einmitt lag a að standa í lappirnar í suðaustan átt í 40 m/s.“ Í kjölfarið hentu hjónin sér út í djúpu laugina. Fyrirtækið var stofnað og eru eigendur Edvald og Anna og einn vinur þeirra sem kom strax inn sem meðstofnandi. „Við bjuggum til mjög einfalda frumútgáfu og seldum fyrsta viðskiptavininum notkun á þeirri útgáfu. Þar með voru fyrstu tekjurnar komnar og ég myndi í rauninni alltaf ráðleggja frumkvöðlum að fara svona af stað,“ segir Edvald og bætir við til útskýringar: „Með því að fara af stað með einfalda og ódýra útgáfu í staðinn fyrir dýra og umfangsmikla, ertu frekar að tryggja að þú sért að búa til vöru og þjónustu sem viðskiptavinir vilja nota. Þar með er næsta sala auðveldari af þvi´að þú skilur viðskiptavininn betur og það vandamál sem þeir vilja láta leyst fyrir sig“ En hvernig náðir þú í fyrsta viðskiptavininn? Ég var á ráðstefnu og í hléi hitti ég aðila og sagði þeim stuttlega frá því sem við vorum að gera. Þeir slóu til og vildu prófa búnaðinn frekar í nokkrum verkefnum. Auðvitað greiddu þeir ekkert háar upphæðir fyrir en það er líka eðlilegt í byrjun. En í dag er þetta einn af okkar stærstu viðskiptavinum.“ Á næstu mánuðum er ætlunin að ráða fleiri starfsmenn en Edvald segir fyrirtækið hafa farið sér hægt í að fjölga starfsfólki. Mikilvægt sé að tryggja fyrst stöðugleika tekna þannig að alltaf sé öruggt að hægt sé að greiða öllum laun um hver mánaðarmót. Þá vilji fyrirtækið síður vera of fljótt á sér að ráða inn fólk, en þurfa að fækka síðar. Að fara sér hægt Síðan þetta var, hefur fyrirtækið smátt og smátt aukið umsvifin sín. Veltan þrefaldast, starfsmönnum fjölgað og útlitið er bjart. Nú þegar eru starfsmennirnir sjö og viðskiptavinir um allan heim: Í Ástralíu, Suður Kóreu, Japan, víða um Evrópu og í Ameríku. Fyrirhugað er að fjölga starfsmönnum á næstu mánuðum en segir Edvald að viljandi gæti þau hófsemd í ráðningum. „Við erum með rosalega öflugt og hagnýtt teymi sem hefur haldið áfram að þróa vöruna. Ég hef séð fyrirtæki í geiranum með 40-50 starfsmenn sem eru komin skemur á veg en við. Við viljum samt flýta okkur hægt, Frekar að tryggja tekjurnar þannig að laun fyrir alla séu örugg um hver mánaðarmót, frekar en að stækka of hratt og þurfa kannski að fækka fólki síðar.“ Enda segir Edvald hraða stækkun ekkert endilega alltaf bestu leiðina. „Stækkun fyrirtækis kallar líka á nýjar áskoranir. Eins og er, gengur þetta mjög smurt, við erum að þróa vöruna okkar áfram og náum að sinna viðskiptavinum okkar. Um leið og starfsmönnum fjölgar þarf líka að vera svigrúm fyrir okkur sjálf til að einbeita okkur þá að því að stjórna og hafa yfirsýn á öðrum og fleiri hlutum í rekstri og starfsemi. Við einbeitum okkur að finna réttu aðilana hverju sinni en við hvetjum mikið unga íslenska verkfræðinga og forritara til að sækja um. Það skiptir ekki öllu hver reynslan er, meira hvernig hver einstaklingur passar inn í teymið„ Hvað með styrki eða utanaðkomandi fjárfesta? „Við höfum verið mjög heppin með styrki og viðurkenningar. Höfum fengið hjá Loftlagssjóði, Tækniþróunarsjóði og tvo styrki frá ESB vegna verkefna sem við höfum unnið með öðrum. Við höfum líka verið valin sem eitt af þremur fyrirtækjum með bestu nýsköpunarhugmyndin hjá Wind Europe,“ segir Edvald og bætir við: „Varðandi fjárfesta höfum við farið rólega í að tala við þá. Frekar að nokkrir stærri sjóðir hafa nálgast okkur og við vitum alveg að því að við teljumst áhugaverð enda komin langt með þróun. Það skiptir hins vegar svo miklu máli ef til kæmi að sá samstarfsaðili væri réttur. Við trúum mjög mikið á vöruna okkar og fyrirtækið og finnst mikilvægt að halda í okkar sérstöðu og sjálfsmynd sem öflugt fyrirtæki.“ Youwind Renewables er með aðsetur bæði í Barcelona og í Reykjavík. Hvers vegna Reykjavík? „Það er gott að vera í Barcelona til að ferðast um á meginlandinu því stór hluti af sölu fer fram á ráðstefnum þar sem við erum að hitta fólk í þessum geira. Okkur langar samt til að byggja upp þessa þekkingu á Íslandi líka þannig að þar þurfi ekki alltaf að leita til erlendra sérfræðinga. Við höfum því alveg áhuga á að koma að svona verkefnum á Íslandi og minn draumur er sá að Youwind Renewables verði leiðandi í þróun á vindmyllufræðum á Íslandi.“ Í febrúar á Anna von á þriðju dóttur þeirra hjóna og því er búið að vera mikið að gera hjá litlu fjölskyldunni frá því að Youwind Renewables var stofnað. Edvald og Anna hafa þá reglu að ef annað þeirra vill ekki tala um vinnuna þegar þau eru heima, þá er það virt og bannað að tala um vinnuna. Mikilvægt að öllum líði vel Af fjölskyldunni er það síðan að frétta að nú er þriðja dóttirin á leiðinni og því stutt í að fjölskyldan telji fimm. En hvernig er það að vera hjón saman í nýsköpun á sama tíma og þið eruð að eignast börn og byggja upp heimili? „Við höfum í raun skalað lífstandardinn þannig að hann taki mið af því hvað við erum að gera. Því þetta er mikil vinna og í raun miklu meiri vinna en launin okkar segja til um,“ segir Edvald en bætir við að auðvitað sé það hin eðlilega staða þegar verið er að byggja upp ungt fyrirtæki. En hvernig er það að vera hjón og vinna saman? „Það gengur ótrúlega vel. Við lærðum auðvitað mikið á því saman í námi að vinna saman og eigum auðvelt með að gera það. Við þurfum bæði að ferðast frekar mikið en þetta er að ganga mjög vel. Reglan heima við er samt sú að þegar annar aðilinn vill frí frá því að tala um vinnuna, þá er það virt og vinnan sett til hliðar.“ Edvald segir það reyndar eiga við um aðra líka. „Við leggjum mjög mikla áherslu á fjarvinnu en bjóðum upp á að fólk hafi skrifstofuaðstöðu bæði í Reykjavík og Barcelona. Skrifstofan okkar í Barcelona er í raun okkar helsta söluskrifstofa enda margir af okkar viðskiptavinum spænskumælandi. Við leggjum líka mjög mikla áherslu á að fólk taki sér reglulega pásu frá vinnu. Ekki bara á kvöldin og um helgar heldur líka yfir daginn. Með því að gera það, aukum við líkurnar á ferskleikanum,“ segir Edvald og bætir við: Það er svo mikilvægt að öllum líði vel og finnist skemmtilegt að vinna. Með því að hugsa vel um okkur, taka okkur pásur, setja símann á silent eða gera eitthvað skemmtilegt eru meiri líkur á að við fáum nýjar hugmyndir, séum inspired og fersk. Við viljum ekki að fólkið okkar sé alltaf í vinnunni og þótt viðskiptavinir hringi eða sendi tölvupóst þá er allt í lagi þótt þeim sé svarað klukkutíma síðar vegna þess að við erum í ræktinni eða að hugleiða. Fyrir vikið erum við bara ferskari og betri í því sem við erum að gera.“ Og það er ljóst í samtalinu að Edvald er ánægður með þá stefnu að hafa hætt í starfi hjá stóru fyrirtæki til að byggja upp fyrirtæki í nýsköpun. „Ég kem úr mikilli frumkvöðlafjölskyldu. Það eru margir í kringum mig sem starfa sjálfstætt og þessi sjálfstæðu vinnubrögð eru því eitthvað sem ég ólst upp við á heimilinu og í nærumhverfinu. Margir vinir mínir í menntaskóla og síðar háskóla hafa líka farið í alls kyns nýjungar og sjálfstæðan rekstur. Við höfum því oft rætt um að í gegnum tíðina hverjir kostirnir og gallarnir eru að vinna hjá stóru fyrirtæki eða litlu,“ segir Edvald og bætir við: „En að fara í svona frumkvöðlastarfsemi held ég að hafi alltaf blundað eitthvað í mér. Þetta var auðvitað hugmynd sem kom óvart í feðraorlofi þar sem ég hafði svigrúm til að velta fyrir mér hvað mig langaði til að gera. Þetta var sætur tími að hugsa um nýja hluti, ég fann að mig langaði til að gera eitthvað nýtt og úr varð að nú er Youwind Renewables orðið til.“
Nýsköpun Tækni Íslendingar erlendis Umhverfismál Starfsframi Tengdar fréttir Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00 Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01 Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01
24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn „Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla. 2. janúar 2023 07:00
Í gamni og alvöru: „Hvað í andskotanum erum við búin að koma okkur út í?“ „Það er frekar fyndið hversu mikið það er alltaf lagt upp úr góðri hugmynd. Stóra málið er hins vegar að framkvæma. Því hvað er geggjuð hugmynd ef það verður ekki neitt úr neinu?“ spyrja hjónin Júlíus Ingi Jónsson og Ragnhildur Ágústsdóttir stofnendur Lava Show. 29. nóvember 2022 07:01
Móbergið mögulega jákvæð lausn fyrir heiminn en ekki íslenska bókhaldið Það kemur kannski á óvart að heyra hversu mikil rannsóknar- og nýsköpunarstarf fer fram hjá BM Vallá. Fyrirtækið vinnur að nokkrum nýsköpunarverkefnum þessi misserin, þar sem hver steypuuppskriftin á fætur annarrar er blönduð, prófuð, rannsökuð og mæld. 9. nóvember 2022 07:00