Karabatic skrifar undir nýjan samning og spilar fram á fimmtugsaldurinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 22:30 Nikola Karabatic er hvergi nærri hættur. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic, sem er af mörgum talinn einn allra besti handboltamaður sögunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við franska stórveldið PSG. Karabatic skrifaði í vikunni undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið og er því samningsbundinn Parísarliðinu út júní á næsta ári. Franska stórskyttan verður 39 ára í vor og hann verður því orðinn fertugur þegar nýi samningurinn hans rennur út. Mögulega þýðir þetta að Karabatic ætli sér að taka þátt með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í París á næsta ári, en það verður þó að koma í ljós. ✍️🔴🔵Le Paris Saint-Germain Handball est heureux d’annoncer la prolongation du contrat de Nikola Karabatic pour une saison supplémentaire. Le triple champion olympique est désormais lié au Club jusqu’au 30 juin 2024.— PSG Handball (@psghand) February 3, 2023 Eins og áður segir er Karabatic af mörgum talinn vera einn allra besti handboltamaður sögunnar. Hvað svo sem fólki kann að finnast um getu hans inni á handboltavellinum, þá er það algjörlega óumdeilt að titlarnir sem leikmaðurinn hefur unnið á löngum ferli sínum tala sínu máli. Ekki verður farið yfir hvern einn og einasta titil hér - enda væri það ógerningur - en þó verður stiklað á stóru. Með félagsliðum sínum hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, heimsmeistaramót félagsliða í tvígang, frönsku deildina fjórtán sinnum og þýsku deildina fjórum sinnum ásamt ótrúlegum fjölda af bikarmeistaratitlum. Þá hefur Karabatic einnig orðið Ólympíumeistari með franska landsliðinu í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistri í þrígang. Hann hefur leikið 335 leiki fyrir franska landsliðið frá árinu 2003 og skorað í þeim 1255 mörk, sem gerir hann að fjórtánda markahæsta landsliðsmanni sögunnar. Franski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Karabatic skrifaði í vikunni undir eins árs framlengingu á samningi sínum við félagið og er því samningsbundinn Parísarliðinu út júní á næsta ári. Franska stórskyttan verður 39 ára í vor og hann verður því orðinn fertugur þegar nýi samningurinn hans rennur út. Mögulega þýðir þetta að Karabatic ætli sér að taka þátt með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum sem fara fram í París á næsta ári, en það verður þó að koma í ljós. ✍️🔴🔵Le Paris Saint-Germain Handball est heureux d’annoncer la prolongation du contrat de Nikola Karabatic pour une saison supplémentaire. Le triple champion olympique est désormais lié au Club jusqu’au 30 juin 2024.— PSG Handball (@psghand) February 3, 2023 Eins og áður segir er Karabatic af mörgum talinn vera einn allra besti handboltamaður sögunnar. Hvað svo sem fólki kann að finnast um getu hans inni á handboltavellinum, þá er það algjörlega óumdeilt að titlarnir sem leikmaðurinn hefur unnið á löngum ferli sínum tala sínu máli. Ekki verður farið yfir hvern einn og einasta titil hér - enda væri það ógerningur - en þó verður stiklað á stóru. Með félagsliðum sínum hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, heimsmeistaramót félagsliða í tvígang, frönsku deildina fjórtán sinnum og þýsku deildina fjórum sinnum ásamt ótrúlegum fjölda af bikarmeistaratitlum. Þá hefur Karabatic einnig orðið Ólympíumeistari með franska landsliðinu í þrígang, heimsmeistari fjórum sinnum og Evrópumeistri í þrígang. Hann hefur leikið 335 leiki fyrir franska landsliðið frá árinu 2003 og skorað í þeim 1255 mörk, sem gerir hann að fjórtánda markahæsta landsliðsmanni sögunnar.
Franski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira