Aldrei meira fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum en árið 2022
Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis.
Tengdar fréttir
Oculis fær tólf milljarða innspýtingu og setur stefnuna á Nasdaq
Lyfjaþróunarfyrirtækið Oculis, sem var stofnað af íslenskum prófessorum við Háskóla Íslands og Landspítalann, hefur tryggt sér að lágmarki um 80 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 12 milljarða króna, í nýtt hlutafé í tengslum við áformaða skráningu á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum á næsta ári. Stærsti fjárfestingarsjóður Evrópu á sviði lífvísinda leggur félaginu til meginþorra fjármagnsins.
Eigandi LEGO setur 5 milljarða króna í Kerecis
Danska fyrirtækið KIRKBI A/S, eigandi LEGO vörumerkisins, mun fjárfesta 40 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 5,3 milljörðum króna, í Kerecis og er íslenska fyrirtækið verðmetið á 73 milljarða króna í viðskiptunum. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórn Kerecis sendi á hluthafa í gær og Innherji hefur undir höndum.