Anna skákar Guðrúnu í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 10:57 Ekki er ólíklegt að einhver á þessari mynd heiti annað hvort Anna eða Jón. Vísir/Vilhelm Nafnið Anna er orðið algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi og steypir þar með nafninu Guðrún í fyrsta sinn af stóli sem algengasta kvennmannsnafn Íslands. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur upplýsingar um algengust eiginnöfn Íslendinga í ársbyrjun 2023. Þar dregur heldur betur til tíðinda, eins og fyrr segir, þar sem frá upphafi mælinga hefur Guðrún verið algengasta eiginnafn kvenna hér á landi. Eiginnafnið Anna ber þann titil hins vegar í dag í fyrsta sinn. Alls bera 4.792 konur nafnið Anna en 4.472 konur nafnið Guðrún. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Anna algengast, þá Guðrún og svo Kristín. Á vef Hagstofunnar segir að flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2023 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Arnar Freyr. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr með þeirri undantekningu að Arnar Freyr kom upp í þriðja sætið á kostnað Jóns Inga. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Kristín og Anna Margrét. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2018. Þrátt fyrir að nöfnin Jón og Anna séu algengust komast þau hins vegar ekki á blað þegar kemur að vinsælustu nöfnum nýfæddra á árinu 2021. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2021 en þar á eftir Jökull og Alexander. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Embla og Sara. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum en þar á eftir Freyr og Máni. Rós var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Björk og Ósk sem vinsælasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna. Mannanöfn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur upplýsingar um algengust eiginnöfn Íslendinga í ársbyrjun 2023. Þar dregur heldur betur til tíðinda, eins og fyrr segir, þar sem frá upphafi mælinga hefur Guðrún verið algengasta eiginnafn kvenna hér á landi. Eiginnafnið Anna ber þann titil hins vegar í dag í fyrsta sinn. Alls bera 4.792 konur nafnið Anna en 4.472 konur nafnið Guðrún. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Anna algengast, þá Guðrún og svo Kristín. Á vef Hagstofunnar segir að flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2023 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Arnar Freyr. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr með þeirri undantekningu að Arnar Freyr kom upp í þriðja sætið á kostnað Jóns Inga. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Kristín og Anna Margrét. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2018. Þrátt fyrir að nöfnin Jón og Anna séu algengust komast þau hins vegar ekki á blað þegar kemur að vinsælustu nöfnum nýfæddra á árinu 2021. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2021 en þar á eftir Jökull og Alexander. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Embla og Sara. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum en þar á eftir Freyr og Máni. Rós var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Björk og Ósk sem vinsælasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna.
Mannanöfn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira