Mbappé klikkaði á vítaspyrnu og meiddist | Barcelona fékk á sig mark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2023 23:00 Kylian Mbappé átti ekki sinn besta leik í kvöld. Ekki er vitað hversu illa meiddur hann er. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo Stórliðin París Saint-Germain og Barcelona unnu bæði sigra þegar þau juku forskot sitt á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og þeirri spænsku. Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira
Þó Frakklandsmeistarar Parísar hafi á endanum unnið 3-1 útisigur á Montpellier þá virtist liðinu fyrirmunað að koma boltanum í netið, löglega allavega. Ekki nóg með það heldur fóru tvær af stjörnum liðsins meiddar af velli í fyrri hálfleik. Framherjinn Kylian Mbappé fór meiddur af velli eftir að brenna af tveimur vítaspyrnum. Eftir að brenna af upprunalega fékk hann tækifæri til að bæta upp fyrir mistökin þar sem það þurfti að taka spyrnuna aftur. Hann brenndi hins vegar aftur af og fór meiddur af velli tíu mínútum síðar. Kylian Mbappé: Misses a penalty Given a retake Misses again Misses the rebound Leaves the game after 21 minutes with an injury pic.twitter.com/4QyXHcOLZT— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 Þá fór Sergio Ramos einnig af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla og Lionel Messi skoraði mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Sömu sögu er að segja af Achraf Hakimi í upphafi síðari hálfleik og leit út fyrir að markið væri einfaldlega ekki á leiðinni. Á 55. mínútu tókst hins vegar Fabian Ruiz að brjóta ísinn fyrir gestina og hann lagði svo upp mark fyrir Messi á 72. mínútu. Arnaud Nordin minnkaði muninn fyrir Montpellier en ungstirnið Warren Zaire-Emery gulltryggði sigur PSG í uppbótartíma. Lokatölur 1-3 og PSG nú með 51 stig á toppi frönsku deildarinnar, fimm stigum meira en Marseille sem er í 2. sætinu. Á Spáni vann topplið Barcelona 2-1 útisigur á Real Betis þökk sé marki Raphinha á 65. mínútu. Robert Lewandowski bætti við öðru marki gestanna þegar tíu mínútur lifðu leiks en Jules Koundé varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok leiks. Börsungar héldu hins vegar út og unnu 2-1 sigur. 50 points at the halfway point of the season! pic.twitter.com/OviBK9Elfa— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 1, 2023 Þetta var aðeins sjöunda markið sem lærisveinar Xavi fá á sig í deildinni þegar 19 umferðir eru búnar. Trónir Barcelona á toppnum með 50 stig, átta meira en Real Madríd í 2. sætinu. Real á þó leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Sjá meira