Lárus Ingi: Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik Jakob Snævar Ólafsson skrifar 1. febrúar 2023 21:31 Lárus Ingi Magnússon faðmar hér Rúnar Inga Erlingsson en sá síðarnefndi var fjarverandi í kvöld. Bára Dröfn Lárus Ingi Magnússon aðstoðarþjálfari liðs Njarðvíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara í fjarveru Rúnars Inga Erlingssonar, var ekki beinlínis skælbrosandi eftir stórsigur á liði Breiðabliks 85-45 fyrr í kvöld. Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Samt sem áður var Lárus Ingi ánægður með sigurinn. Njarðvíkingar áttu í nokkru basli með gestina í fyrri hálfleik og voru níu stigum yfir 31-22 en tóku leikinn algjörlega yfir í seinni hálfleik. Í viðtali við fréttamann Vísis neitaði Lárus því þó að hafa haldið harðorða hálfleiksræðu yfir sínu liði. „Langt í frá. Við fórum aðeins yfir það að við vorum ekki í beint slæmum en ekki bestu ákvarðanatökuna í fyrri hálfleik. Vorum ekki að taka þessi skot okkar út úr sóknarflæði. Okkur vantaði að lengja sóknirnar og vera þolinmóðari. Varnaleikurinn sérstaklega í þriðja leikhluta var stórkostlegur. Við erum búin að gera þetta nokkrum sinnum í vetur. Við hvílum okkur svolítið í fyrri hálfleik en þetta er eitthvað sem við þurfum að fara að breyta.“ Þótt Breiðablik sé nokkuð neðar í deildinni og þrátt fyrir stórsigurinn var Lárus á því að þessi leikur gæti nýst liðinu í komandi átökum við efstu lið deildarinnar. „Blikarnir eru með hörkulið og þær kenndu okkur svolítið það að við getum náð langt í körfubolta með því einu að berjast. Við vitum að við erum betra körfuboltalið en Breiðablik en þær voru sérstaklega í fyrri hálfleik að berjast miklu meira en við. Það er eitthvað sem við þurfum að fara að gera í fjörtíu mínútur en ekki bara í tíu eða tuttugu eins og við höfum stundum verið að gera á móti þessum liðum.“ Stigahæsti leikmaður Njarðvíkinga í vetur og stigahæsti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, náði ekki sömu hæðum í leik sínum og hún er vön en hún skoraði aðeins sex stig í leiknum en hún náði þó ellefu fráköstum. Lárus var spurður hvort að hann óttaðist að slíkt gæti gerst í leikjum gegn toppliðum deildarinnar þegar líklegra er að Njarðvíkingar þurfi meira á henni að halda. „Aliyah Collier er topp atvinnumaður og ég veit það að ef ég hefði verið með leik hérna sem hefði verið jafn í fjórða leikhluta þá hefði hún tekið liðið á sínar herðar og klárað þennan leik. Hún var frábær liðsmaður í dag, var meira að leiðbeina, var meira að hjálpa til. Ég hef aldrei og mun aldrei hafa áhyggjur af Aliyah Collier.“ Þessi stóri sigur Njarðvíkinga gaf fleiri leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Lárus tók undir að ástæða væri til bjartsýni um að Njarðvíkingar gætu nýtt betur breiddina í liðinu það sem eftir væri tímabilsins. „Við Rúni vorum einmitt að tala um það fyrir tveimur dögum síðan að þessir yngri leikmenn okkar þurfa að taka meira til sín þegar þær koma inn á. Hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær gerðu það virkilega vel í dag. Krista var að spila sinn besta leik og svo Dzana hérna með sýningu. Við vitum hvað við eigum mikið af ungum stelpum. Þetta eru nákvæmlega leikirnir sem þær þurfa að nýta og þær gerðu það í dag. Ég er hrikalegur stoltur af þessum ungu stelpum hérna í dag,“ sagði Lárus Ingi Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Breiðablik 85-45 | Kópavogsbúar sáu aldrei til sólar Fyrsti leikur nítjándu umferðar Subway deildar kvenna í körfubolta fór fram fyrr í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lið Njarðvíkur tók þar á móti liði Breiðabliks. Njarðvík hefur haft gott tak á Blikum og ekki breyttist það í kvöld, lokatölur 85-45. 1. febrúar 2023 20:00