Forseti La Liga segir eyðslu enskra liða ógna stöðugleika fótboltans í Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Tebas er ekki sáttur. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Javier Tebas, forseti La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, segir að eyðsla enskra úrvalsdeildarfélaga ógni stöðugleika fótboltans í álfunni. Ensk lið hafa eytt fjármunum sem aldrei fyrr í janúar og er Tebas ekki sáttur. Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Samkvæmt Deloitte eyddu ensk úrvalsdeildarfélög samtals 815 milljónum punda, eða rúmlega 141 milljörðum króna, í leikmenn í félagaskiptaglugganum sem lokaði nú fyrr í vikunni. Á sama tíma eyddu spænsk úrvalsdeildarlið aðeins 25 milljónum punda, eða rúmlega 4 milljörðum króna. Af þessum 815 milljónum punda þá á Chelsea 290 milljónir eftir að hafa eytt fúlgum fjár í leikmenn á borð við Mykhailo Mudryk, Benoit Badiashile og Enzo Fernandez. Raunar er það þannig að tímabilið 2022-23 hefur Chelsea eytt meiru í leikmenn en öll lið La Liga til samans. Spending in 2022-23:Chelsea: $666.7MLa Liga: $608.9MBundesliga: $604.1M pic.twitter.com/6HNrfpt2QZ— B/R Football (@brfootball) February 1, 2023 The Athletic greinir frá því að Tebas hafi sagt að enski markaðurinn væri á lyfjum. „Þú sérð það greinilega á janúarglugganum þar sem Chelsea hefur keypt helming þeirra leikmanna sem eru komnir í deildina.“ „Enska úrvalsdeildin hefur tapað milljörðum punda á undanförnum árum. Deildin er að mörgu leyti fjármögnuð af bandarískum auðjöfrum virðast tilbúnir að tapa pening.“ La Liga hefur ólíkt ensku úrvalsdeildinni sett eyðslu þak á lið deildarinnar sem hefur áhrif á hvað þau geta eytt í leikmenn og laun. Þekktasta dæmið eru vandræði Barcelona undanfarna félagaskiptaglugga. Tebas segir að það þekkist ekki á Spáni að lið tapi jafn miklum fjármunum og stærstu lið Englands. Þá sagði hann að það gerðist heldur ekki í Þýskalandi. „Okkar efnahagur leyfir það ekki. Við leyfum ekki velunnurum að bæta upp töp eins og eiga sér stað á Englandi. Það er það sem sker á milli á markaðnum.“ „Það fylgir því töluverð hætta að vera með markað sem er uppblásinn eins og sá sem við höfum séð á undanförnum árum í Evrópu. Það getur ógnað stöðugleika og sjálfbærni fótboltans í Evrópu.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tebas pirrar sig á fjármunum erlendra liða en hann hefur látið París Saint-Germain heyra það oftar en einu sinni. Fyrst varðandi möguleg vistaskipti Lionel Messi og svo þegar Kylian Mbappé ákvað að vera áfram í París.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira