Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2023 19:22 Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson. Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Ríkisstjórnin hækkaði ýmis gjöld eins og áfengis- og tóbaksgjald og eldsneytisgjöld í fjárlögum þessa árs. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu þessar hækkanir og töldu þær olíu á verðbólgubálið og nú þegar verðbólga hefur aukist á ný hafa Neytendasamtökin og fleiri endurómað þá gagnrýni. Eftir að verðbólgan hafði heldur gefið eftir hefur hún aftur skriðið upp í 9,9 prósent. Það er vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum á miðvikudag í næstu viku og aldrei að vita nema hann grípi aftur til vaxtahækkana. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir ekki hægt að kenna ríkisfjármálunum um verðbólguna. „Við vitum sem er að þær breytingar sem við gerðum á gjaldskrám um áramótin eru á bilinu 0,4 til 0,6 prósent af þessari 9,9 prósenta verðbólgu síðustu tólf mánuði. Þannig að það er nú langt í frá að hægt sé að rekja ástæður þessa verðbólgustigs til breytinga á gjaldskrám ríkissjóðs,“ segir Bjarni. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert breytingar á skattkerfinu sem auki tekjur fólks um sjö til átta þúsund krónur á mánuði. „En þessi verðbólga er áhyggjuefni. Við þurfum að horfast í augu við að það er of mikil spenna í hagkerfinu hjá okkur í augnablikinu. Það birtist okkur með ýmsum hætti. Það birtist okkur meðal annars með þeim hætti að laun hafa á einu ári hækkað um 12,4 prósent. Það eru gríðarlega miklar launahækkanir,“ segir fjármálaráðherra. Eftir að verðbólga tók að síga í september er hún aftur að aukast í janúar.Grafík/Sara Þá hafi gengið gefið eftir sem skýri verðbólguna að hluta og verð á innfluttri vöru hafi hækkað. Nú þurfi allir að taka höndum saman um að sígandi lukka sé best. Ríkisstjórn sem láti gjaldstofna sína gefa eftir á verðbólgutímum auki á verðbólguna þegar fram í sæki. Dregið hafi úr halla ríkissjóðs og skuldasöfnun hans stöðvuð. Á sama hátt og lífeyrissjóðirnir fjárfesti í útlöndum þurfi að laða að erlenda fjárfestingu hér. „Svo eru margir sem ættu kannski að spyrja sig í dag hvort það hafi verið innistæða fyrir allri gagnrýninni sem Seðlabankinn varð fyrir síðast þegar hann hækkaði vexti. Nú eru allir farnir að gera ráð fyrir að hann hækki vexti aftur. Þannig að við þurfum að viðurkenna að þegar verið er að beita þeim tólum sem eru líkleg til að hjálpa til við að ná niður verðbólgunni að þá er það skynsamlegt en ekki gagnrýnivert,“ segir Bjarni Bendiktsson.
Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Tengdar fréttir Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59 Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn Sjá meira
Segir landsmenn eyða of miklu Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir alla hafa áhyggjur af verðbólgunni sem nú mælist tæp 10 prósent. Hún segir rétt að hafa huga í allri umræðu að tekjustofnar ríkisins hafi rýrnað á sama tíma og verið sé að kallað eftir auknu fé í ýmis verkefni. Hún segir einnig vera ljóst að landsmenn séu að eyða of miklu. 1. febrúar 2023 08:59
Hart sótt að Katrínu vegna verðbólgunnar Hart var sótt að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, þar sem ríkisstjórn hennar var ýmist sökuð um að bera töluverða ábyrgð á hækkun verðbólgu í upphafi árs eða skort á aðgerðum gegn henni. 31. janúar 2023 14:37