Grunuð um að hafa myrt tvífara sinn Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 17:07 Lögreglan í Ingolstadt við rannsókn málsins. Getty/Peter Kneffel Lögreglunni í þýsku borginni Ingolstadt var þann 16. ágúst í fyrra tilkynnt um hvarf 23 ára gamallar þýsk-írakskrar konu sem starfar sem áhrifavaldur. Stuttu síðar fannst bíll hennar í Ingolstadt. Í bílnum var lík konu með afmyndað andlit sem hafði verið stungin ítrekað. Foreldrar þýsk-íröksku konunnar töldu að um lík dóttur sinnar væri að ræða. Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi. Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Það hélt lögreglan líka þar til niðurstöður úr krufningu og DNA-prófum bárust. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að líkið tilheyrði ekki áhrifavaldinum, það var í raun af 23 ára gamalli alsírskri konu sem var sláandi lík jafnöldru sinni sem hafði horfið. Fannst á lífi og var handtekin Tveimur dögum eftir að tilkynnt var um hvarf áhrifavaldsins tókst lögreglunni að rekja ferðir hennar til 23 ára karlmanns frá Kósóvó. Þar fannst hún á lífi en bæði hún og maðurinn voru handtekin, grunuð um að hafa orðið alsírsku konunni að bana. Andreas Aichele, upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Ingolstadt, segir lögregluna gruna að þau hafi myrt alsírsku konuna til þess að sviðsetja dauða þeirrar þýsk-íröksku. „Lögreglan telur núna að hin grunaða hafi viljað fara í felur vegna vandamála í fjölskyldunni og að hún hafi þess vegna sviðsett dauða sinn,” er haft eftir Aichele í frétt CNN um málið. Auglýsti eftir tvífara á samfélagsmiðlum Samkvæmt Aichele voru þýsk-írakska konan og maðurinn frá Kósóvó með áform um að finna tvífara fyrir konuna á netinu, drepa hana og stilla líki hennar upp með þeim hætti að því yrði ruglað við áhrifavaldinn. Þýsk-írakska konan auglýsti eftir tvífara fyrir sig á samfélagsmiðlum sínum með loforðum um að tvífarinn fengi svo að hitta sig. Lögreglan í Ingolstadt hefur rætt við nokkrar aðrar konur sem áhrifavaldurinn hafði verið í sambandi við er hún var í leit að rétta tvífaranum. Áhrifavaldurinn og maðurinn frá Kósóvó sitja nú bæði í fangelsi en hvorugt þeirra hefur verið nafngreint sökum persónuverndarlaga í Þýskalandi.
Þýskaland Erlend sakamál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira