Þetta segir Þórunn í samtali við fréttastofu en átök sköpuðust innan nefndarinnar í síðustu viku um næstu skref í málinu. Minnihlutinn í nefndinni hafði þá óskað eftir að fengið yrði lögfræðiálit á sölunni en meirihlutinn felldi tilllöguna.
„Ég hefði gjarnan viljað fá þetta álit en meirihlutinn var ekki sammála því,“ segir Þórunn.
Þórunn segist ekki geta sagt nákvæmlega til um hvenær von sé á nefndarálitum.
„Það tekur einhverja daga, fram í næstu viku örugglega,“ segir Þórunn.
Nefndin hafi ekki verið samstíga í sínu áliti.
„Það lítur út fyrir að það verði skrifuð tvö álit, eitt af minnihluta og annað af meirihluta,“ segir Þórunn. Eftir að nefndarálit liggja fyrir verða þau lögð fyrir þingfund.