Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:10 Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu mun Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svara bréfi Sólveigar Önnu Jóndóttur, formanns Eflingar. vísir/samsett Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Verkfall Eflingarfélaga á Íslandshótelum hefst að óbreyttu á þriðjudag. Félagsdómur á þó eftir að úrskurða um lögmæti þess en Samtök atvinnulífsins hafa talið óheimilt að hefja verkfallsaðgerðir áður atkvæði hafa verið greidd um miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Mál vegna þessa hefur verið þingfest í Félagsdómi og málflutningur er fyrirhugaður á föstudag. Eitthvað er í atkvæðagreiðsluna þar sem ríkissáttasemjari er enn að leitast eftir að fá afhenta kjörskrá Eflingar og er það mál nú til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur. Félagið hefur ekki viljað afhenda hana þar sem Efling telur tillöguna ólögmæta. Sólveig Anna í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag vegna kröfu ríkissáttasemjara um afhendingu á kjörskrá félagsins.Vísir/Lillý Að loknum ríkisstjórnarfundi í gær sagðist Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, telja tillöguna umdeildu standast skoðun. „Það liggur fyrir að þessi miðlunartillaga hefur verið lögð fram. Ég er ekki til þess fallin að meta nákvæmlega lögmæti hennar en eins og málið horfir fyrir mér og þeim sérfræðingum sem ég hef ráðfært mig við þá stenst hún skoðun,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skrifaði í gær bréf til forsætisráðherra vegna þessa ummæla. Þar óskar hún eftir að ráðherra deili með sér ráðgjöf umræddra sérfræðinga svo Efling geti tekið tillit til hennar. Þá óskar hún einnig eftir fundi um málið og svari fyrir lok gærdagsins. Sólveig Anna sagðist á Facebook í morgun enn ekki hafa fengið svar en svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu um viðtal. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu verður bréfinu svarað. Ekki fengust svör um hvernig eða hvenær. Efling hefur boðað til frekari verkfallsaðgerða og eiga atkvæðagreiðslur um þær að hefjast í hádeginu á föstudag. Þær felast í ótímabundinni vinnustöðvum Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum, eða gömlu Icelandair hótelunum, og Edition hótelinu. Icelandair er að fara yfir möguleg áhrif verkfallsins og meta stöðuna.vísir/Vilhelm Gunnarsson Skeljungur sér um flutning á olíu til Reykjavíkurflugvallar og gæti sú vinnustöðvum haft áhrif á innanlandsflug. Hversu fljótt fer meðal annars eftir birgðastöðu á vellinum og samkvæmt upplýsingum frá Icelandair er verið að skoða málið og greina stöðuna í samvinnu við eldnseytisafgreiðsluna. Verkfall hjá Olíudreifingu gæti haft mikil áhrif á almenning en þá myndi flutningur á eldsneyti til bensínsstöðva á höfuðborgarsvæðinu stöðvast. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu gætu bensíntanskar á stöðvum tæmst á nokkrum dögum en hversu fljótt það gerist fer meðal annars eftir birgðastöðu og hvort neytendur muni til dæmis hamstra bensín fyrir þann tíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira