Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 09:17 Santos mun ekki taka sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. EPA/Michael Reynolds Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. Santos var kosinn inn á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki. Skömmu eftir kjör hans fóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum að fjalla um lygar hans. Hann sagðist meðal annars hafa útskrifast úr öðrum skóla en hann gerði, hélt því fram að hann hafði rekið dýraskýli, sagði móður sína hafa látist í árásunum á Tvíburaturnana og margt fleira sem reyndist síðan vera uppspuni. Hann viðurkenndi að hafa logið um einhverja hluti á ferilskránni en tók samt sæti á þingi. Alríkis- og sýslusaksóknara í Bandaríkjunum hafa verið að rannsaka meinta glæpi hans, saksóknarar í Brasilíu rannsaka hann vegna fjársvikamáls en ekkert er enn komið úr þeim rannsóknum. Greint var frá því í janúar að Santos hafi fengið sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í vísinda-, geim-, og tækninefnd og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Hann hafði sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en hafði ekki erindi sem erfiði. Í gær tilkynnti Santos síðan flokkssystkinum sínum að hann ætlaði ekki að taka sæti í nefndunum fyrr en búið væri að hreinsa hann af ásökununum. Þá baðst hann afsökunar á því að vera truflun fyrir aðra repúblikana og kenndi fjölmiðlafári um það. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa sagst styðja ákvörðun Santos og vilja að mál hans verði rannsakað áður en hann tekur sæti í nefndum. Leiðtogar innan flokksins höfðu áður kallað eftir því að hann segði af sér en líklegt þykir að ekkert verði af því. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Santos var kosinn inn á þing fyrir Repúblikanaflokkinn í New York-ríki. Skömmu eftir kjör hans fóru fjölmiðlar í Bandaríkjunum að fjalla um lygar hans. Hann sagðist meðal annars hafa útskrifast úr öðrum skóla en hann gerði, hélt því fram að hann hafði rekið dýraskýli, sagði móður sína hafa látist í árásunum á Tvíburaturnana og margt fleira sem reyndist síðan vera uppspuni. Hann viðurkenndi að hafa logið um einhverja hluti á ferilskránni en tók samt sæti á þingi. Alríkis- og sýslusaksóknara í Bandaríkjunum hafa verið að rannsaka meinta glæpi hans, saksóknarar í Brasilíu rannsaka hann vegna fjársvikamáls en ekkert er enn komið úr þeim rannsóknum. Greint var frá því í janúar að Santos hafi fengið sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í vísinda-, geim-, og tækninefnd og nefnd um smá og meðalstór fyrirtæki. Hann hafði sóst eftir sæti í mikilvægari nefndum en hafði ekki erindi sem erfiði. Í gær tilkynnti Santos síðan flokkssystkinum sínum að hann ætlaði ekki að taka sæti í nefndunum fyrr en búið væri að hreinsa hann af ásökununum. Þá baðst hann afsökunar á því að vera truflun fyrir aðra repúblikana og kenndi fjölmiðlafári um það. Nokkrir þingmenn repúblikana hafa sagst styðja ákvörðun Santos og vilja að mál hans verði rannsakað áður en hann tekur sæti í nefndum. Leiðtogar innan flokksins höfðu áður kallað eftir því að hann segði af sér en líklegt þykir að ekkert verði af því.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51