Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 23:50 Endurgerð af dódó-fugli á náttúrugripasafninu í London. Getty/Mike Kemp Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu. Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu.
Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira