Lokadagur gluggans: Enzo dýrastur í sögunni og Arsenal sótti Evrópumeistara til nágrannanna Ingvi Þór Sæmundsson, Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 1. febrúar 2023 00:40 Enzo Fernandez verður að öllum líkindum kynntur sem leikmaður Chelsea á næstunni. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði í kvöld og eins og við var að búast var af nægu að taka. Stærstu fréttirnar eru þær að Chelsea náði að öllum líkindum að ganga frá kaupum á argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez á metfé og Arsenal fékk Evrópumeistarann Jorginho frá nágrönnum sínum í Chelsea. Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira