Lokadagur gluggans: Enzo dýrastur í sögunni og Arsenal sótti Evrópumeistara til nágrannanna Ingvi Þór Sæmundsson, Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 1. febrúar 2023 00:40 Enzo Fernandez verður að öllum líkindum kynntur sem leikmaður Chelsea á næstunni. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Félagsskiptaglugginn í Evrópu lokaði í kvöld og eins og við var að búast var af nægu að taka. Stærstu fréttirnar eru þær að Chelsea náði að öllum líkindum að ganga frá kaupum á argentínska miðjumanninn Enzo Fernandez á metfé og Arsenal fékk Evrópumeistarann Jorginho frá nágrönnum sínum í Chelsea. Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Vísir var með beina textalýsingu af öllu því helsta sem gerðist á markaðnum í dag og í kvöld, en hægt er að skruna í gegnum lýsinguna hér fyrir neðan. Eins og áður segir náði Chelsea að öllum líkindum að ganga frá kaupum á nýkrýnda heimsmeistaranum Enzo Fernandez fyrir metfé. Þegar þetta er ritað hefur ekki borist staðfesting á vistaskiptunum frá félögunum, en Chelsea mun greiða Benfica um 105 milljónir punda fyrir leikmanninn. Það samsvarar tæplega 18,3 milljörðum íslenskra króna og Enzo Fernandez verður þar með dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Áður var Jack Grealish sá dýrasti þegar Manchester City keypti hann á 100 milljónir punda frá Aston Villa. Enzo Fernandez var ekki í leikmannahópi Benfica er liðið vann 3-0 sigur gegn Arouca fyrr í kvöld, en eftir leikinn staðfesti þjálfari liðsins, Roger Schmidt, að félagsskipti leikmannsins til Chelsea væru frágengin. 🚨 PL has received all documents for British record €121m transfer of Enzo Fernandez from Benfica to Chelsea. 1st tranche €34m then 5 more. 8.5yr deal. Flies to London on Weds. #SLBenfica begged 22yo to stay but finally agreed exit ~2130 during game #CFC https://t.co/JHRo8nkh2r— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2023 Þá virðast nágrannar Chelsea í Arsenal hafa gert kjarakaup þegar félagið keypti ítalska miðjumanninn Jorginho frá Chelsea á 12 milljónir punda. Jorginho lék lykilhlutverk í ítalska landsliðinu er liðið varð Evrópumeistari árið 2020. Welcome to The Arsenal, Jorginho 👊 pic.twitter.com/jHXqAUBKKQ— Arsenal (@Arsenal) January 31, 2023 Manchester United nældi sér einnig í austurríska leikmanninn Marcel Sabitzer á láni frá Bayern München og þýska stórveldið fékk Joao Cancelo á láni frá Manchester City. Nýliðar Nottingham Forest fengu markvörðinn Keylor Navas á láni frá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, ásamt því að miðjumaðurinn Jonjo Shelvey gekk í raðir félagsins frá Newcastle. Þá náði Tottenham loksins að krækja í Pedro Porro frá Sporting eftir langar og strangar samningaviðræður milli félaganna. ✍️ We are pleased to announce the signing of Pedro Porro from Sporting CP.Welcome to Spurs, @Pedroporro29_! 💙— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) January 31, 2023 Klúður kvöldsins átti sér þó stað á milli Chelsea og Paris Saint-Germain. Hakim Ziyech var mættur til frönsku höfuðborgarinnar og virtist vera að ganga til liðs við Parísarliðið. Síðar bárust þó fréttir af því að Chelsea hafi ekki náð að skila inn öllum pappírum á réttum tíma og Ziyech sat því fastur í París. Þegar þetta er ritað eru liðin enn að reyna að finna lausn á því máli.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira