Hafa áhyggjur af strandaglópum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. janúar 2023 17:54 Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Vísir/Vilhelm Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. Veginum milli Núpá og Jökulsárlóns í Öræfasveit var lokað klukkan þrjú og var sömu sögu að segja af Lyngdalsheiði, og vegunum við Reynisfjall, og undir Eyjafjöllum. Á Hellisheiði og Þrengslum var mjúklokun í gildi áður en veginum var lokað alveg skömmu fyrir klukkan fimm. Þá var Mosfellsheiði lokað á fimmta tímanum auk þess sem Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað tímabundið. „Það virðist vera sem svo að veðrið sé að verða eins og veðurfræðingar hafa verið að spá. Það er kannski aðallega eins og við höfum verið að tala um í dag og í gær, þetta snýst mikið um samgöngutruflanir og lokanir á vegum þannig að fólk komist ekki leiðar sinnar. Það er kannski það sem við höfðum mestar áhyggjur af, að fólk yrði einhvers staðar strandaglópar," segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Mikilvægt að fylgjast með spám og færð Þau hafa þó ekki heyrt af því að fólk hafi fests en ljóst sé að loka gæti þurft fleiri vegum og þar með gæti fólk ekki komist til baka. Þá hafa þau ekki heyrt af foktjóni, en það muni líklega koma í ljós. „Við munum áfram fylgjast með og funda með þessum viðbragðsaðilum sem að eru um allt land í viðbragðsstöðu, bæði þeir sem hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast og þeir sem eru að fara að hlaupa út í vonda veðrið að bjarga fólki," segir Hjördís. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með öllum spám og færð á vegum. „Það sem að gerir öll plön svona góð er þegar fólk er klárt og kannski heldur sig heima ef það er hægt og fer þá síður út. Þá verður allt auðveldara fyrir alla sem að koma að þessum aðgerðum,“ segir Hjördís. En það er alveg ljóst að það er ekkert ferðaveður víða? „Ég held að það hafi oft verið sagt en það á mjög vel við í dag, það er ekkert ferðaveður á þessum stöðum sem að veðrið er verst.“ Rafmagnslaust í um klukkustund í Eyjum Veðrið getur þá haft áhrif á rafmagn en Rimakostlína leysti út skömmu eftir klukkan fjögur og var rafmagnslaust í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum í um klukkustund. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að keyrt sé á varaafli frá Vestmannaeyjum. „Það er ekki búið að gera við línuna sem fór út en við erum að senda fólk á staðinn til að skoða þetta en það er snælduvitlaust veður á svæðinu,“ segir hún en bilunin er líklegast tilkomin vegna veðurs, sem er um þessar mundir snælduvitlaust. „Það er verið að leita að biluninni og á meðan er svæðið keyrt með varaafli þannig það ættu allir að vera komnir með rafmagn eða að detta inn mjög fljótlega,“ segir Steinunn. Almannavarnir Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24 Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Veginum milli Núpá og Jökulsárlóns í Öræfasveit var lokað klukkan þrjú og var sömu sögu að segja af Lyngdalsheiði, og vegunum við Reynisfjall, og undir Eyjafjöllum. Á Hellisheiði og Þrengslum var mjúklokun í gildi áður en veginum var lokað alveg skömmu fyrir klukkan fimm. Þá var Mosfellsheiði lokað á fimmta tímanum auk þess sem Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað tímabundið. „Það virðist vera sem svo að veðrið sé að verða eins og veðurfræðingar hafa verið að spá. Það er kannski aðallega eins og við höfum verið að tala um í dag og í gær, þetta snýst mikið um samgöngutruflanir og lokanir á vegum þannig að fólk komist ekki leiðar sinnar. Það er kannski það sem við höfðum mestar áhyggjur af, að fólk yrði einhvers staðar strandaglópar," segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna. Mikilvægt að fylgjast með spám og færð Þau hafa þó ekki heyrt af því að fólk hafi fests en ljóst sé að loka gæti þurft fleiri vegum og þar með gæti fólk ekki komist til baka. Þá hafa þau ekki heyrt af foktjóni, en það muni líklega koma í ljós. „Við munum áfram fylgjast með og funda með þessum viðbragðsaðilum sem að eru um allt land í viðbragðsstöðu, bæði þeir sem hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast og þeir sem eru að fara að hlaupa út í vonda veðrið að bjarga fólki," segir Hjördís. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með öllum spám og færð á vegum. „Það sem að gerir öll plön svona góð er þegar fólk er klárt og kannski heldur sig heima ef það er hægt og fer þá síður út. Þá verður allt auðveldara fyrir alla sem að koma að þessum aðgerðum,“ segir Hjördís. En það er alveg ljóst að það er ekkert ferðaveður víða? „Ég held að það hafi oft verið sagt en það á mjög vel við í dag, það er ekkert ferðaveður á þessum stöðum sem að veðrið er verst.“ Rafmagnslaust í um klukkustund í Eyjum Veðrið getur þá haft áhrif á rafmagn en Rimakostlína leysti út skömmu eftir klukkan fjögur og var rafmagnslaust í Vík, Landeyjum og Vestmannaeyjum í um klukkustund. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að keyrt sé á varaafli frá Vestmannaeyjum. „Það er ekki búið að gera við línuna sem fór út en við erum að senda fólk á staðinn til að skoða þetta en það er snælduvitlaust veður á svæðinu,“ segir hún en bilunin er líklegast tilkomin vegna veðurs, sem er um þessar mundir snælduvitlaust. „Það er verið að leita að biluninni og á meðan er svæðið keyrt með varaafli þannig það ættu allir að vera komnir með rafmagn eða að detta inn mjög fljótlega,“ segir Steinunn.
Almannavarnir Veður Færð á vegum Tengdar fréttir Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24 Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakostlína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. 30. janúar 2023 17:24
Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. 30. janúar 2023 12:03