Birna Valgerður gaf ekki kost á sér í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2023 13:42 Birna Valgerður Benónýsdóttir er næststigahæsti íslenski leikmaðurinn í Subway deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson hefur valið tólf leikmenn sem spila síðustu tvo leikina í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta í næsta mánuði. Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Benedikt gerir eina breytingu á liðinu sem hann valdi í nóvember. Haukakonan Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir kemur inn fyrir Dagnýju Lísu Davíðsdóttur en Dagný er meidd. Það vakti athygli að miðherjinn öflugi úr Keflavík, Birna Valgerður Benónýsdóttir, er ekki í hópnum en Birna er að skora 16,0 stig í leik fyrir topplið Subway deildar kvenna. Tinna Guðrún Alexandersdóttir úr Haukum er eini íslenski leikmaður deildarinnar sem að skora meira að meðaltali í leik í vetur. Í tilkynningu KKÍ kemur fram að Birna sé ekki frá vegna meiðsla eins og í verkefninu í nóvember en þær sem ekki gátu tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla eru þær Dagný Lísa, Hallveig Jónsdóttir úr Val og Helena Sverrisdóttir úr Haukum. Uppfært: Þó að það hafi ekki komið fram í tilkynningu KKÍ í dag þá gaf Birna Valgerður ekki kost á sér í landsliðið. Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari, staðfesti við Vísi, að leikmaðurinn hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefni. Leikið verður nú í febrúar heima og að heiman og þar með klárast þessi undankeppni. Mótherjar Íslands í riðlinum eru Spánn, Ungverjaland og Rúmenía. Ísland hefur leikið gegn Rúmeníu tvisvar og Ungverjalandi hér heima í nóvember 2022 fyrir rúmu ári síðan. Ísland náði í einn sigur, í leiknum í nóvember síðastliðnum á heimavelli gegn Rúmeníu og hafði að auki innbyrðis sigur eftir tvo leiki. Leikir febrúar verða gegn Ungverjalandi og Spáni. Fyrst verður leikið á útivelli gegn Ungverjalandi þann 9. febrúar í Miskolc, og svo hér heima gegn Spáni í seinni leiknum. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll sunnudaginn 12. febrúar klukkan 19:45. Íslenska liðið mun ferðast út mánudaginn 6. febrúar og vera við æfingar ytra fram að leik. Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Íslenska liðið er þannig skipað: Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík (4 landsleikir) Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur (8) Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur (14) Diljá Ögn Lárusdóttir · Stjarnan (4) Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Haukar (6) Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir · Haukar (2) Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar (4) Hildur Björg Kjartansdóttir · Valur (38) Isabella Ósk Sigurðardóttir · Njarðvík (10) Sara Rún Hinriksdóttir · Faenza Basket Project, Ítalíu (28) Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Haukar (2) Þóra Kristín Jónsdóttir · AKS Falcon, Danmörk (27) Þjálfari: Benedikt Guðmundsson Aðstoðarþjálfarar: Halldór Karl Þórsson og Ólafur Jónas Sigurðsson. Sjúkraþjálfari: Sædís Magnúsdóttir · Atlas Endurhæfing Læknir: Unnur Tara Jónsdóttir Fararstjórn: Kristinn Geir Pálsson, Sigrún Ragnarsdóttir og Hannes S. Jónsson.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira