Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á Norðaustur- og Austurlandi verði vindur hins vegar mun hægari. Seint í dag verður ekkert ferðaveður á sunnan- og vestanverðu landinu.
Frost veður bilinu núll til tíu stig, en það gæti hlánað við suðurströndina um tíma kvöld.

Gular og appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms taka gildi á stærstum hluta landsins eftir hádegi í dag.
Höfuðborgarsvæðið:
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur og snjóko,a. 30. jan kl. 15 til 31. jan. kl. 03
Suðurland:
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur og snjókoma. 30. Jan kl. 11 til 14
- Appelsínugul viðvörun: Austan rok eða stormur. 30 jan. kl. 14:00 – 31 jan. kl. 08:00
Faxaflói:
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri og snjókoma. 30. jan. kl. 14:00 – 17:00
- Appelsínugul viðvörun: Austan stormur eða rok og snjókoma 30. jan. kl. 17:00 – 23:00
- Gul viðvörun: Norðaustan hvassviðri eða stormur. 30. jan. kl. 23:00 – 31. jan. kl. 08:00
Breiðafjörður:
- Gul viðvörun: Austan og norðaustan stormur og snjókoma. 30. jan. kl. 15:00 – 31. jan. kl. 07:00
Vestfirðir
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stomur. 30. jan. kl. 15:00 – 19:00
- Appelsínugul viðvörun: Austan stormur eða rok og snjókoma. 30. jan. kl. 19:00 – 31. jan. kl. 07:00
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stomur. 31. jan. kl. 05:00 – 10:00
Strandir og Norðurland vestra:
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stomur. 30. jan. kl. 17:00 – 31. jan. kl. 07:00
Suðausturland:
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur og snjókoma. 30 jan. kl. 14:00 – 16:00
- Appelsínugul viðvörun: Austan stórhríð. 30. jan. kl. 16:00 – 31. jan. kl. 10:00
- Gul viðvörun: Austan hvassviðri eða stormur. 31. jan. kl. 09:00 – 13:00
Miðhálendið:
- Gul viðvörun: Austan og norðaustan stórhríð. 30. jan. kl. 13:00 – 31. jan. kl. 11:00
Á morgun fjarlægist lægðin landið og þá dregur smám saman úr vindi, norðaustan og norðan 5-15 m/s síðdegis. Víða él og frost 0 til 7 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag: Norðaustan 15-25 um morguninn, hvassast syðst. Dregur síðan úr vindi, 5-15 m/s seinnipartinn. Víða él, en úrkomulítið suðvestantil. Frost 0 til 8 stig.
Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 og dálítil él, en þurrt að kalla á Vesturlandi. Frost 2 til 10 stig. Bætir í vind um kvöldið.
Á fimmtudag: Hvöss suðaustanátt og snjókoma í fyrstu, en hlýnar síðan með rigningu eða slyddu á láglendi. Hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en styttir upp norðaustanlands.
Á föstudag: Vestlæg átt og él, en léttir til austanlands eftir hádegi. Frost 1 til 7 stig.
Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 9 stig.
Á sunnudag: Suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu.