Flugfélagið varð upphaflega gjaldþrota í mars árið 2020. Vandræði vegna kórónuveirunnar voru sögð endanleg orsök gjaldþrotsins.
Sjá einnig: Flybe farið á hausinn
Fyrirtæki í eigu bandarísks fjárfestingarsjóðs kom flugfélaginu til bjargar og hóf Flybe rekstur að nýju í apríl 2022. Áætlað var að fljúga 530 sinnum á viku til 23 áfangastaða. Háleit markmið gengu þó ekki eftir.
Bresk flugmálayfirvöld hafa beðið þá sem áttu bókað flug með félaginu að drífa sig ekki út á flugvöll. Leita þurfi til annarra flugfélaga en Flybe hefur heitið því að aðstoða viðskiptavini. Þá hefur breska lággjaldaflugfélagið Ryanair boðið fjölmörgum starfsmönnum Flybe vinnu. Guardian greinir frá.