Veður

Slydda eða snjókoma verður að rigningu

Eiður Þór Árnason skrifar
Landsmenn geta ekki alveg sagt skilið við snjóinn. 
Landsmenn geta ekki alveg sagt skilið við snjóinn.  Vísir/vilhelm

Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu í dag en það hlýnar með rigningu víða um land. Úrkomumest verður á Suður- og Vesturlandi en fram eftir morgni má búast við snjókomu fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig eftir hádegi í dag með hægari suðvestanátt síðdegis og kólnar smám saman með skúrum og síðar slydduéljum.

Víða er spáð él í nótt og fyrramálið, með norðan kalda eða stinningskalda 8 til 15 metrum á sekúndu eftir hádegi á morgun og styttir upp sunnanlands. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag: Gengur í norðan 8-15 m/s. Víða él, en styttir upp sunnanlands eftir hádegi. Kólnandi, frost 0 til 6 stig síðdegis.

Á mánudag: Austan og norðaustan 5-13 og stöku él. Hvessir seinnipartinn með snjókomu sunnantil á landinu. Frost 0 til 12 stig, kaldast norðaustanlands.

Á þriðjudag: Norðaustlæg eða breytileg átt 5-13 og él, en þurrt að kalla suðvestanlands. Frost 2 til 13 stig.

Á miðvikudag: Norðlæg átt og dálítil él, en þurrt um landið suðvestanvert. Kalt í veðri.

Á fimmtudag: Suðaustanátt og rigning eða slydda, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður.

Á föstudag: Suðvestlæg átt og snjókoma eða rigning með köflum. Kólnandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×