Gægjuþörfin meiri hjá þeim sem fylgjast með raunveruleikasjónvarpi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 21:59 Elva Björk Ágústsdóttir er sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin. Vísir Sálfræðikennari segir fólk sem fylgist vel með samfélagsmiðlastjörnum og raunveruleikasjónvarpi hafa meiri „gægjuþörf“ en aðrir. Forvitnin skýrist af áhuga fólks á því að fylgjast með öðrum. Suma dreymi jafnvel um að feta í fótspor áhrifavalda. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og umsjónarmaður hlaðvarpsins Poppsálin, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist ekki ætla að halda því fram að allir liggi í djúpum þönkum yfir skjánum, sumir vilji einfaldlega horfa á eitthvað þægilegt efni. Hins vegar geti meira búið að baki. „Ef við hugsum þetta í þróunarlegu samhengi þá höfum við alltaf haft áhuga á öðru fólki og áhuga á hvað annað fólk var að gera. Þannig urðu þjóðsögur til og svo framvegis. Það eru margar sálfræðilegar pælingar á bak við þetta. Þær sálfræðilegu pælingar sem mér fannst „meika sens“ var ein hugmyndin, að í grunninn viljum við vita meira um fólk. Við viljum læra um fólk og hverjum við getum treyst og þess háttar. Þannig að það hjálpaði okkur sem dýrategund að lifa af með því að læra um fólk.“ Horfum á hin sem þora að taka stökkið Elva Björk segir að áhugi fólks á áhrifavöldum gæti skýrst af því að þeir standi manni jafnan nærri í daglegu lífi. Áhrifavaldar lifi jafnan ýktari útgáfu af lífinu. „Þannig að við erum kannski að lifa einhverju hversdagslegu lífi og höfum drauma um að gera hitt og þetta. Og í rauninni lifum við það í gegnum aðra, við þorum ekki að taka stökkið en horfum á hin sem þora að taka stökkið og finnst gaman að fylgjast með öðru fólki gera það. Svipað og að fylgjast með fólki flytja til útlanda.“ Skemmtilegra að fylgjast með einhverju raunverulegu Elva Björk segir að þeir sem hafi mikinn áhuga á raunveruleikasjónvarpi hafi sérstakan áhuga á því að fylgjast með fólki. „Það hefur verið gerð rannsókn á gægjuhneigð og hún er hærri hjá þeim sem fylgjast mikið með raunveruleikasjónvarpi. Það sem gerir þetta, eins og raunveruleikasjónvarp, samfélagsmiðlastjörnur og svoleiðis kannski áhugaverða, er að okkur finnst skemmtilegra að fylgjast með einhverju sem er raunverulega raunverulegt.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Tækni Reykjavík síðdegis Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira