Lá dáin í íbúð sinni í rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 14:20 Laura Winham var 38 ára gömul þegar hún dó árið 2017. Lík hennar fannst ekki fyrr en í maí 2021. Hudgell Solicitors Bresk kona sem átti við mikil geðræn vandamál að stríða fannst í íbúð hennar rúmum þremur árum eftir að hún dó. Fjölskylda hennar kennir heilbrigðiskerfinu um og segir kerfið hafa brugðist henni. Enginn hafi fylgst með henni þrátt fyrir veikindi hennar. Laura Winham er talin hafa dáið í nóvember 2017, þá 38 ára gömul. Bróðir hennar fann hana látna í maí 2021 og var lík hennar þá orðið nánast eins og múmía eða beinagrind, samkvæmt frétt Sky News. Winham þjáðist af geðklofa og bjó í félagslegu húsnæði í Woking í Surrey. Fjölskyldumeðlimir hennar segja að hún hafi slitið á öll samskipti við þau því hún hafi verið sannfærð um að þau ætluðu að skaða hana. Lögregluþjónar heimsóttu hana í október 2017, sem var líklegast í síðasta sinn sem hún sást á lífi, samkvæmt frétt BBC. Þá skrifuðu lögregluþjónar í skýrslu til félagsmálayfirvalda að Winham væri að vanrækja sig. Hún ætti ekki mat og vissi ekki hvernig hún gæti fengið hjálp. Skömmu eftir þessa heimsókn hætti Winham að skrifa í dagatal sitt en eitt af því síðasta sem hún skrifaði þar var: „Ég þarf hjálp“. Leiga hennar var greidd sjálfkrafa af bótum hennar en gasið var tekið af íbúðinni í janúar 2019. Lögmenn fjölskyldu Winham segja engan hafa farið í heimsókn til hennar á þessum árum og engan hafa fylgst með henni. BBC hefur eftir Nicky, systur hennar, að þrátt fyrir viðvörunarmerki um versnandi heilsu hennar virðist sem fólk hafi bara litið undan. „Hún var yfirgefin og skilin eftir til að deyja,“ sagði Nicky. Hún sagði erfitt að ímynda sér hvernig systir sín hefði lifað síðustu árin. Hún hefði ekki kunnað að biðja um hjálp og enginn hafi hugsað um hana. Talsmaður yfirvalda í Surrey sagði BBC að málið væri hið sorglegasta en í senn væri það flókið. Hver angi þess yrði rannsakaður. Bretland England Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
Laura Winham er talin hafa dáið í nóvember 2017, þá 38 ára gömul. Bróðir hennar fann hana látna í maí 2021 og var lík hennar þá orðið nánast eins og múmía eða beinagrind, samkvæmt frétt Sky News. Winham þjáðist af geðklofa og bjó í félagslegu húsnæði í Woking í Surrey. Fjölskyldumeðlimir hennar segja að hún hafi slitið á öll samskipti við þau því hún hafi verið sannfærð um að þau ætluðu að skaða hana. Lögregluþjónar heimsóttu hana í október 2017, sem var líklegast í síðasta sinn sem hún sást á lífi, samkvæmt frétt BBC. Þá skrifuðu lögregluþjónar í skýrslu til félagsmálayfirvalda að Winham væri að vanrækja sig. Hún ætti ekki mat og vissi ekki hvernig hún gæti fengið hjálp. Skömmu eftir þessa heimsókn hætti Winham að skrifa í dagatal sitt en eitt af því síðasta sem hún skrifaði þar var: „Ég þarf hjálp“. Leiga hennar var greidd sjálfkrafa af bótum hennar en gasið var tekið af íbúðinni í janúar 2019. Lögmenn fjölskyldu Winham segja engan hafa farið í heimsókn til hennar á þessum árum og engan hafa fylgst með henni. BBC hefur eftir Nicky, systur hennar, að þrátt fyrir viðvörunarmerki um versnandi heilsu hennar virðist sem fólk hafi bara litið undan. „Hún var yfirgefin og skilin eftir til að deyja,“ sagði Nicky. Hún sagði erfitt að ímynda sér hvernig systir sín hefði lifað síðustu árin. Hún hefði ekki kunnað að biðja um hjálp og enginn hafi hugsað um hana. Talsmaður yfirvalda í Surrey sagði BBC að málið væri hið sorglegasta en í senn væri það flókið. Hver angi þess yrði rannsakaður.
Bretland England Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira