Sanngjarnt væri að tvöfalda grunnlaun hjúkrunarfræðinga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2023 13:30 Guðríður Kristín Þórðardóttir gaf innsýn í starf hjúkrunarfræðings í Ísland í dag. Stöð 2 Laun hjúkrunarfræðinga eiga að vera þau sömu og lækna, segir Guðríður Kristín Þórðardóttir, sem er með sex ára háskólanám og hefur unnið á Landspítalanum í yfir 25 ár. Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Umræðan um laun, álag, vinnutíma, menntun og ekki síst starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga hefur verið mikil í þjóðfélaginu að undanförnu. Í þættinum Ísland í dag fengu áhorfendur að heyra sögu Guðríðar Kristínar, sem kölluð er Gauja, og fá innsýn í daglegt starf hjúkrunarfræðinga. „Ég segist alltaf vera fædd og uppalin hér því ég byrjaði hér áður en ég fór í hjúkrunarfræðina. Ég var sjúkraliði fyrst eins og mamma,“ segir Gauja, sem starfar sem sérfræðingur á hjartadeild Landspítalans. „Ég held að ég sé á réttri hillu.“ Hún elskar starfið sitt og segir að vinnan sé alls konar. Sanngjarnt að tvöfalda grunnlaun „Grunnlaunin eru skammarlega lág, það er undir 500.000 á mánuði,“ segir Gauja þegar umræðan fer út í laun hjúkrunarfræðinga. „Ég myndi alveg vilja tvöfalda þessa tölu, það finnst mér alveg sanngjarnt.“ segir Gauja og ítrekar að launin sem eru búin að vera í umræðunni séu heildarlaun með álagi, næturvöktum, helgarvöktum og svo framvegis. „Þetta er rosalega mikil ábyrgð og erfitt nám. Flott fagfólk og miklir fagmenn koma úr hjúkrunarnámi, sérstaklega á Íslandi.“ Hún telur ekki líklegt að þetta verði að veruleika á meðan núverandi fjármálaráðherra er við völd. „Kannski getur maður bundið vonir við einhvern annan, ég veit það ekki.“ Aðspurð hvort hjúkrunarfræðingar í sömu stöðu og hún eigi að hafa sömu laun og læknar svarar Gauja, „Já klárlega. Ég er sérfræðingur í hjúkrun og á að vera með sömu laun og sérfræðingur í læknisfræði.“ Ísland í dag innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ísland í dag Landspítalinn Kjaramál Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira