Nýtt nafn komið á sameinaða sveitarfélagið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2023 17:43 Meirihluti taldi nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur henta betur. Vísir/Sigurjón Sameinað sveitarfélag Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar hlaut nafnið Sveitarfélagið Stykkishólmur á fundi bæjarstjórnar fyrr í dag. Fjórir bæjarfulltrúar kusu með nafnbreytingunni en þrír vildu halda nafninu Stykkishólmsbær. Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans. Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Örnefnanefnd mælti upphaflega með þremur nöfnum á sameinuðu sveitarfélagi: Þórsnesþing, Stykkishólmsbær og Sveitarfélagið Stykkishólmur. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum í byrjun desember að valið myndi standa milli tveggja tillagna: Sveitarfélagið Stykkishólmur eða Stykkishólmsbær. Meirihluti bæjarstjórnar, H-listinn, kaus með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur en minnihlutinn, Í-listinn, taldi Stykkishólmsbær henta betur. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson bæjarstjóri segir í samtali við fréttastofu að hann telji nafnið endurspegla betur hið nýja sveitarfélag. Hann segir nánast engan kostnað fylgja nafnbreytingunni. „Það voru mjög gagnlegar og góðar umræður sem fóru fram um nafnið. Síðan á endanum voru rök með og á móti báðum nöfnum sem eftir stóðu. En ég held að þetta hafi síðan verið ákvörðun þessara, sem héldu sig við [Sveitarfélagið] Stykkishólmur, þá hafi vegið þyngst þetta sem snýr að dreifbýlinu og að þetta væri þá nýtt sveitarfélag með nýtt nafn - en ekki nafn eins sveitarfélags sem var lagt niður í sameiningunni.“ Jakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar.Stöð 2 H-listinn sagði í bókun á fundinum að bæjarfulltrúar hafi fengið ábendingar frá íbúum, og þá sérstaklega í dreifbýli, að nafnið Stykkishólmsbær væri ekki talið ná nægjanlega vel utan um umfang sveitarfélagsins. „Hefur meðal annars verið bent á að eftirliðurinn bær eigi frekar við um þéttbýli rétt eins og að sveit eigi við um dreifbýli. H-listinn telur að með nafninu Sveitarfélagið Stykkishólmur sé betur komið til móts við þessi sjónarmið og nái jafnframt betur utan um hið sameinaða sveitarfélag. Gefur það nafn til kynna að í sveitarfélaginu sé ekki aðeins um þéttbýlt svæði að ræða heldur einnig dreifbýli,“ segir í bókun meirihlutans.
Stykkishólmur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Nýta mánuðinn til að velja milli tveggja nafna Bæjarfulltrúar í sameinuðu sveitarfélagi Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar munu nýta janúarmánuð til að taka ákvörðun um nýtt nafn á sameinuðu sveitarfélagi. Valið stendur milli tveggja tillagna og verður endanleg ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. 12. janúar 2023 10:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent