Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 26. janúar 2023 14:54 Hljómsveitin Celebs er á meðal keppenda í Söngvakeppninni. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri, Hrafnkell Hugi og Katla Vigdís. Instagram Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Celebs bætist þar með í hóp þeirra fjögurra flytjenda sem Vísir tilkynnti fyrr í dag. Það eru þau Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir. Sjá: Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Hafa öll unnið Músíktilraunir Þessi músíkölsku systkini eru á aldrinum 20-28 ára og koma frá Suðureyri. Systkinin eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Síðan þá hafa þau komið fram á hinum ýmsu hátíðum. Voru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna Celebs hefur gefið út þónokkur lög en þeirra mest spilaða lag á Spotify er lagið Kannski hann. Þá hefur sveitin gefið út fjögur tónlistarmyndbönd. Þess má geta að árið 2021 hlaut Celebs tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir rokkplötu ársins og rokklag ársins. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Kannski hann. Athugið að þetta er þó ekki lagið sem sveitin mun flytja í Söngvakeppninni. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis en keppendurnir vildu ekki staðfesta þátttöku sína í samtali við Vísi. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni. Celebs bætist þar með í hóp þeirra fjögurra flytjenda sem Vísir tilkynnti fyrr í dag. Það eru þau Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir. Sjá: Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Tíu lög hafa verið valin til þátttöku keppninnar í ár. Alls sóttu 137 lög um þátttöku og valdi valnefnd FÍH, FTT og RÚV sex þeirra til þátttöku. Til viðbótar var leitað til fjögurra flytjenda sem munu einnig taka þátt í keppninni. Lögin tíu, höfundar og flytjendur verða kynnt á RÚV á laugardaginn. View this post on Instagram A post shared by Celebs (@we.are.celebs) Hafa öll unnið Músíktilraunir Þessi músíkölsku systkini eru á aldrinum 20-28 ára og koma frá Suðureyri. Systkinin eiga það sameiginlegt að hafa öll unnið keppnina Músíktilraunir. Þeir Valgeir og Hrafnkell unnu keppnina árið 2015 sem hljómsveitinni Rythmatik. Katla fetaði svo í fótspor þeirra árið 2017 þegar hún vann keppnina með hljómsveitinni Between Mountains. Árið 2019 ákváðu systkinin svo að sameina krafta sína og stofna hljómsveitina Celebs. Síðan þá hafa þau komið fram á hinum ýmsu hátíðum. Voru tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna Celebs hefur gefið út þónokkur lög en þeirra mest spilaða lag á Spotify er lagið Kannski hann. Þá hefur sveitin gefið út fjögur tónlistarmyndbönd. Þess má geta að árið 2021 hlaut Celebs tvær tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir rokkplötu ársins og rokklag ársins. Hér fyrir neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið Kannski hann. Athugið að þetta er þó ekki lagið sem sveitin mun flytja í Söngvakeppninni.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Tengdar fréttir Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47