Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 08:10 Santos ásamt öðrum umdeildum þingmanni Repúblikanaflokksins, Marjorie Taylor Greene. epa/Shawn Thew Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. Demókratarnir, Joe Morelle og Gregory Meeks, segir þjóðaröryggi Bandaríkjanna mögulega í húfi. Santos hefur, eins og þekkt er orðið, gerst uppvís að því að skálda ferilskrá sína og lífshlaup en hefur engu að síður tekið sæti á þinginu og meira að segja verið skipaður í þingnefndir. Morelle og Meeks segja í áskorun sinni til McCarthy að Santos hafi brugðist trausti almennings við mörg tilefni og að aðgengi hans að ríkisleyndarmálum feli í sér töluverða áhættu með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna. Þingmennirnir vilja ekki bara takmarka aðgengi Santos að gögnum heldur einnig að fundum þar sem öryggismál eru til umræðu. McCarthy hefur þegar sagt að hann hyggist ekki grípa til aðgerða gegn Santos, enn sem komið er. Þess ber að geta að til þess að ná loks meirihluta í 15. umferð atkvæðagreiðslunnar um þingforseta, samþykkti McCarthy þá reglubreytingu sem nú hefur gengið í gegn að það þarf aðeins einn þingmann til að kalla eftir atkvæðagreiðslu um afsögn þingforseta. McCarthy á þannig mikið undir því að halda flokkssystkinum sínum ánægðum. Komið hefur í ljós að Santos, 34 ára, sætir rannsóknum á öllum stigum bandaríska stjórnkerfisins og í Brasilíu, þar sem hann liggur undir grun um að hafa notað stolna tékka. Þá var hann þekktur sem Anthony Devolder um tíma og hefur orðið uppvís að furðulegum lygum, til dæmis að hafa átt að birtast í Vogue. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Demókratarnir, Joe Morelle og Gregory Meeks, segir þjóðaröryggi Bandaríkjanna mögulega í húfi. Santos hefur, eins og þekkt er orðið, gerst uppvís að því að skálda ferilskrá sína og lífshlaup en hefur engu að síður tekið sæti á þinginu og meira að segja verið skipaður í þingnefndir. Morelle og Meeks segja í áskorun sinni til McCarthy að Santos hafi brugðist trausti almennings við mörg tilefni og að aðgengi hans að ríkisleyndarmálum feli í sér töluverða áhættu með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna. Þingmennirnir vilja ekki bara takmarka aðgengi Santos að gögnum heldur einnig að fundum þar sem öryggismál eru til umræðu. McCarthy hefur þegar sagt að hann hyggist ekki grípa til aðgerða gegn Santos, enn sem komið er. Þess ber að geta að til þess að ná loks meirihluta í 15. umferð atkvæðagreiðslunnar um þingforseta, samþykkti McCarthy þá reglubreytingu sem nú hefur gengið í gegn að það þarf aðeins einn þingmann til að kalla eftir atkvæðagreiðslu um afsögn þingforseta. McCarthy á þannig mikið undir því að halda flokkssystkinum sínum ánægðum. Komið hefur í ljós að Santos, 34 ára, sætir rannsóknum á öllum stigum bandaríska stjórnkerfisins og í Brasilíu, þar sem hann liggur undir grun um að hafa notað stolna tékka. Þá var hann þekktur sem Anthony Devolder um tíma og hefur orðið uppvís að furðulegum lygum, til dæmis að hafa átt að birtast í Vogue.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira