Simeone vill hætta með framlengingar í fótbolta og vill að leikirnir fari þess í stað beint í vítakeppni.
Simeone sagði frá þessari skoðun sinni á blaðamannafundi í gær. Hann hefur áhyggjur af of löngum spilatíma í bikarleikjum.
Simeone believes extra time should be scrapped
— Vision Sport (@newvisionsport) January 26, 2023
MORE: https://t.co/BsnI4p7dUI | #VisionSports pic.twitter.com/pYtVKCbCso
„Við erum bara í þeirri stöðu núna að við ættum að fara beint í vítakeppnir,“ sagði Diego Simeone.
Atletico Madrid spilar í kvöld í átta liða úrslitum spænska bikarsins á móti Real Madrid.
Báðir undanúrslitaleikir spænska Ofurbikarsins á dögunum fóru í framlengingu en Barcelona og Real Madrid komust í úrslitaleikinn eftir vítakeppni.
Manuel Pellegrini, þjálfari Real Betis, talaði þá um að það ættu ekki að vera framlengingar vegna þess mikla hraða sem er í fótboltanum í dag. Real Betis tapaði fyrir Barcelona í fyrrnefndum leik.