Gætu orðið fyrstu bræðurnir til að mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 13:30 Travis Kelce með liðsfélögum sínum hjá Kansas City Chiefs þeim Chris Jones og Frank Clark. Getty/Jason Hanna Fjögur lið eru eftir í úrslitakeppni NFL og um helgina kemur í ljós hvaða lið mætast í Super Bowl leiknum í ár. Þar gætu tveir bræður frá Ohio fylki skrifað söguna. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið. NFL Ofurskálin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið.
NFL Ofurskálin Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira