Gætu orðið fyrstu bræðurnir til að mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2023 13:30 Travis Kelce með liðsfélögum sínum hjá Kansas City Chiefs þeim Chris Jones og Frank Clark. Getty/Jason Hanna Fjögur lið eru eftir í úrslitakeppni NFL og um helgina kemur í ljós hvaða lið mætast í Super Bowl leiknum í ár. Þar gætu tveir bræður frá Ohio fylki skrifað söguna. Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið. NFL Ofurskálin Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar mætast San Francisco 49ers og Philadelphia Eagles en leikurinn fer fram á Lincoln Financial Field í Philadelphiu. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar mætast Cincinnati Bengals og Kansas City Chiefs en leikurinn fer fram á Arrowhead Stadium í Kansas City. Bræðurnir sem gætu orðið þeir fyrstu til að mætast í Super Bowl eru þeir Travis Kelce og Jason Kelce. Travis Kelce er innherji hjá Kansas City Chiefs og af flestum talinn sá besti í sinni stöðu í NFL-deildinni. Travis er 33 ára og vann NFL-titilinn með Kansas City liðinu fyrir þremur árum. Eldri bróðir Travis er Jason Kelce sem er 35 ára og spilar sem senter hjá Philadelphia Eagles liðinu. Jason hefur líka orðið NFL meistari en hann vann titilinn með Eagles liðinu árið 2018. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Báðir bræðurnir eru meðal þeirra bestu í sinni stöðu og hafa verið lengi. Jason hefur fimm sinnum verið valinn í úrvalslið tímabilsins og Travis hefur komist þangað fjórum sinnum. Donna Kelce, móðir þeirra bræðra, er dugleg að mæta á leiki strákanna sinna og vakti athygli þegar hún náði að sjá báða leiki drengja sinna á sama degi. Hún nær því þó ekki á sunnudaginn og hefur Donna ákveðið að mæta á leikinn hjá Jason Kelce þar sem Philadelphia Eagles tekur á móti San Francisco 49ers. Hún verður örugglega á Super Bowl leiknum komist annar þeirra eða jafnvel báðir alla leið.
NFL Ofurskálin Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira