Lalli: Það er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella Siggeir Ævarsson skrifar 25. janúar 2023 20:54 Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Breiðabliki í HS-Orku höllinni í kvöld í Subway-deild kvenna, lokatölur 82-59. Sigurinn virtist í raun aldrei í hættu og fljótlega settu heimakonur í fluggírinn og tóku öll völd á vellinum. Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“ Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Þorleifur Ólafsson, oftast betur þekktur sem Lalli, þjálfari Grindavíkinga, tók undir að byrjunin hefði verið ögn flöt. „Já heldur betur. Þetta gekk svo sem ekkert brösulega. Pínu lengi í gang en svo bara gekk þetta mjög vel, ég er ánægður með þetta.“ Lalli náði að rótera sínu liði vel í kvöld, en allir 12 leikmenn sem voru á skýrslu spiluðu í það minnsta tvær mínútur. Þorleifur var að vonum ánægður með það að geta leyft reynsluminni leikmönnum að tikka inn alvöru mínútur í reynslubankann. „Já það er gaman þegar maður getur það. Ég var pínu smeykur við það en svo þegar hann [Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks] fór að skipta líka inná þá nýtti ég tækifærið. Gaman fyrir stelpurnar að koma inn á og taka þátt.“ Grunnskólaneminn Hjörtfríður Óðinsdóttir var ein af þessum leikmönnum, en hún kom inná og byrjaði á að smella rándýrum þristi, og var á þeim tímapunkti með 100% nýtingu í deildinni yfir ferilinn, 2/2. Þarf Lalli ekki að fara að spila henni meira? „Ef hún heldur áfram að hitta svona þá er um að gera að láta hana spila!“ En það voru ekki eintóm gleðitíðindi í Grindavík í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir, sem spilað hefur stórt hlutverk með liðinu í vetur lék aðeins rúmar 10 mínútur. Lalli sagði að það væru bæði meiðsli og veikindi að plaga hana, svo að hún fékk að hvíla megnið af leiknum, en sem betur fer fyrir Grindavík kom það ekki að sök. „Hún fékk eitthvað í nárann, en hún er búin að vera veik svo að ég ætlaði ekki að láta hana spila mikið, ég vissi bara í dag hvort hún yrði með eða ekki. Hún átti að spila lítið en kannski ekki svona lítið en þar sem að hún var tæp þá bara hvíldum við hana.“ Nú virðast Grindvíkingar óðum að verða sterkari á svellinu margfrægra, búnar að taka sigur gegn topp fjórir liði og klára þennan leik gegn liði í neðri helmingnum örugglega. Er allt loks að smella saman í Grindavík? „Þetta er ekki allt að smella en það er ýmislegt að smella sem við erum búin að vera að vinna í og að. Vonandi heldur það áfram því við eigum alveg massíft prógram fyrir landsleikjahlé. Við þurfum bara að gefa okkur allar í það og reyna að bæta okkur.“
Subway-deild kvenna UMF Grindavík Breiðablik Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira