Heimaspítali á Selfossi - Nýjung í heilbrigðiskerfinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. janúar 2023 20:06 Ragnheiður Antonsdóttir (t.v.), hjúkrunarfræðingur og Jórunn Valgarðsdóttir, læknir saman í einni vitjun Heimaspítalans. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimaspítali er ný þjónusta fyrir aldraða á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem læknir og hjúkrunarfræðingur heimsækja skjólstæðinga sína með stuðningsmeðferð í heimahúsi. Tilgangurinn er að fækka innlögnum á bráðamóttöku og sjúkrahús. Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Starfsfólk Heimaspítalans, sem eru starfsmenn heilsugæslunnar á Selfossi hafa komið sér upp aðstöðu fyrir nýju starfseininguna á sama gangi og bráðamóttakan er á Selfossi. Búið er að merkja fatnað og allt klárt við að sinna skjólstæðingum út í bæ. Blaðamaður fékk að fara í vitjun með Ragnheiði Antonsdóttur, hjúkrunarfræðingi og Jórunn Valgarðsdóttur lækni en þær heimsóttu Örn Sigurðsson, 83 ára íbúa á Selfossi en hann gaf leyfi fyrir myndatöku í heimsókninni. „Þetta er framtíðin ábyggilega og leysir vanda sjúkrahúsanna. Það, sem hrjáir mig heitir Þvagsýrugigt, ekki lífshættulegt en svakalega leiðinlegur sjúkdómur,“ segir Örn, alsæll með þjónustu Heimaspítalans. Ragnheiður og Jórunn tóku blóðprufu hjá Erni, mældu blóðþrýstinginn, fóru yfir lyfin hans og gáfu honum ýmis góð ráð. Hér er Jórunn að hlusta Örn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Svíþjóð. Guðný Stella, öldrunarlæknir á hugmyndina að Heimaspítalanum en hún kynntist slíku fyrirkomulagi í Gautaborg Svíþjóð þar sem hún hefur unnið síðustu árin en nú hefur hún ráðið sig til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Ég er bara sannfærð um að þetta muni virka, ég hef séð þetta virka annars staðar, ég sé enga ástæðu til annars,“ segir Guðný Stella. Hún segir ánægjulegt hvað starfsfólk er tilbúið að taka þátt í verkefninu og er jákvætt fyrir því. „Já, algjörlega, það voru allir spenntir fyrir þessu úr öllum starfshópum. Ég er mjög stolt af þessu verkefni en þú byggir ekkert svona einn eða ein, þannig að þetta er samvinnuverkefni,“ segir Guðný Stella. Guðný Stella Guðnadóttir, öldrunarlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem á heiðurinn af stofnun Heimaspítalans, með góðu og jákvæðu starfsfólki stofnunarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jórunn, sem hefur starfað, sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í 18 ára líst mjög vel á nýja Heimaspítalann. „Já, það er voðalega gaman að koma og forréttindi að fá að fara í heimsókn til fólks í vitjanir eins og hérna í denn. Þetta er mjög skemmtilegt verkefni og mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Jórunn og bætir við. Heimaspítali er nýjung hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það væri óskandi og ekki veitir nú af í heilbrigðiskerfinu að það væri mögulega hægt að fækka innlögnum og þeir sem geta það og vilja vera heima geti fengið þjónustu heim til sín frekar.“ Ragnheiður að mæla blóðþrýsting hjá Erni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira