Veður

Gul við­vörun á Aust­fjörðum í fyrra­málið

Bjarki Sigurðsson skrifar
Gul viðvörun verður á Seyðisfirði, sem og öðrum stöðum á Austfjörðum, í fyrramálið.
Gul viðvörun verður á Seyðisfirði, sem og öðrum stöðum á Austfjörðum, í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Gul veðurviðvörun verður á Austfjörðum í fyrramálið frá klukkan sex til klukkan tíu. Búist er við sterkum vindi þann tíma. 

Í fyrramálið má gera ráð fyrir norðvestanátt, fimmtán til 23 metrar á sekúndu, á Austfjörðum að mati Veðurstofu Íslands. Vindhviður verða við fjöll og varasamt ferðaveður. 

Í ábendingum frá Daníel Þorlákssyni veðurfræðingi segir að hviður sums staðar geti náð yfir 35 metrum á sekúndu, til dæmis í Fagradal og Hamarsfirði. Þá verður álíka hvasst á Fjarðarheiði og mögulega blint þar í éljum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×