Ástkært lið Selfoss jarðað í Seinni bylgjunni: „Algjör hauskúpuleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 16:00 Selfyssingar skoruðu aðeins fjögur mörk í öllum fyrri hálfleiknum, en fengu 23 mörk á sig. Stöð 2 Sport „Ástkært handknattleikslið okkar, kvennalið Selfoss, var á laugardaginn jarðað í Set-höllinni. Viðstaddir upplifðu erfiðan dag. Aðstandendur senda innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Blóm og kransar hafa verið afþakkaðir.“ Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Svona hóf Svava Kristín Gretarsdóttir, þáttastjórnandi Seinni bylgjunnar, umfjöllunina um leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í þætti gærdagsins. Undir ómuðu Dánarfregnir og jarðarfarir og sérfræðingunum var nánast orða vant eftir að fyrri hálfleikur leiksins var rifjaður upp, en ÍBV vann hann 23-4. Lokatölur leiksins urðu svo 40-19, og varði Marta Wawrzynkowska 28 skot í marki Eyjakvenna. Svava velti upp þeirri spurningu hvað í ósköpunum hefði gengið á hjá leikmönnum Selfoss: „Við erum búin að tala þessa leikmenn svo upp. Við skiljum ekki af hverju þessi liðsframmistaða skilar sér ekki inni á vellinum,“ sagði Svava og Sigurlaug Rúnarsdóttir tók við boltanum: „Þetta er ágætlega mannað lið en það er því miður einhvern veginn ekkert að ganga upp. Það vantar betri strúktúr og þær þurfa basically að laga um það bil allt, eftir þennan leik. Þetta var erfitt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Jarðarför á Selfossi Blásið út eftir leik eða endursýning daginn eftir? „Ég ætla rétt að vona að botninum sé náð eftir þetta,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson og hélt áfram: „Þetta er algjör hauskúpuleikur sem þær lenda í; Marta í stuði í markinu og það gengur ekkert upp. Maður hefur haft tvenns konar þjálfara í gegnum tíðina. Önnur týpan hefði inni í klefa eftir leik blásið út og svo væri það bara búið, afgreitt og næsti leikur. Hin týpan hefði látið mann mæta klukkan 9:30 á sunnudagsmorgninum til að horfa á leikinn, frá upphafi til enda. Það er spurning hvaða leið verður farin en ég held að eina leiðin sé upp á við. Stundum þegar þú færð svona hauskúpuleik þá er það ömurlegt þegar á því stendur, en það léttir kannski ákveðnu fargi af manni.“ Sigurlaug sagði að búast mætti við því að nýliðar fái skell, þó að hún hafi ekki búist við svona slæmu tapi hjá Selfyssingum: „Ég held að þetta sé þekkt hjá nýliðum, að fá einn svona leik þar sem maður steinliggur. En ég bjóst við meira af Selfossliðinu. Mér finnst þær vel mannaðar. Þær byrjuðu tímabilið svolítið vel, á sigurleik, og svo tíndust hægt og rólega fleiri leikmenn inn. En þeim til varnar þá áttu þær ágætis sóknir í fyrri hálfleiknum en Marta var svolítið mikið fyrir þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan ÍBV UMF Selfoss Olís-deild kvenna Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira