Sænski þjálfarinn refsar sínum mönnum fyrir að vera valdir menn leiksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 10:30 Andreas Palicka ver hér úr dauðafæri frá Elliða Snæ Viðarssyni í leik Íslands og Svíþjóðar í milliriðli á HM í handbolta. Getty/Adam Ihse Sænski markvörðurinn Andreas Palicka var stórkostlegur á móti Íslandi á dögunum en hann var hins vegar hvergi sjáanlegur í næsta leik Svía sem var á móti Portúgal í lokaumferð milliriðilsins. Glenn Solberg, þjálfari sænska landsliðsins, er nefnilega með sérstaka hefð. Hann refsar sínum leikmönnum fyrir að vera valdir menn leiksins á þessu heimsmeistaramóti. Svíar eru komnir í átta liða úrslit keppninnar með fullt hús stiga en Evrópumeistararnir hafa verið mjög sannfærandi á mótinu til þessa. Breiddin í þessu öfluga liði er svakalega og það nýtir Solberg sér með sérstökum hætti. Aftonbladet fjallar hér um refsginu þjálfarans.Aftonbladet Í viðtölum eftir Íslandsleikinn þar sem Andreas Palicka varði hvað eftir annað frá íslensku strákunum í dauðafæri þá talað markvörðurinn um þann möguleika að hann væri að missa af næsta leik. „Það er refsingin sem við fáum,“ sagði Andreas Palicka léttur. Jú það fer ekkert á milli mála að sænsku leikmennirnir sem hafa verið valdir menn leiksins á þessu HM í handbolta hafa ekki fengið að spila í næsta leik. Það er ein pínulítil undantekning. Hampus Wanne spilaði í tvær mínútur á móti Íslandi en það var aðeins vegna þess að hinn vinstri hornamaðurinn, Lucas Pellas, var rekinn af velli í tvær mínútur. Andreas Palicka missti af leik eftir að hafa verið valinn bestur á móti Brasilíu og sömu sögu er að segja af Mikael Appelgren eftir stórleik hans á móti Grænhöfðaeyjum. Markvörðurinn Tobias Thulin var bestur á móti Úrúgvæ en spilaði ekki næsta leik. Hampus Wanne var settur á bekkinn eftir að hafa verið bestur á móti Ungverjum og svo aftur Palicka eftir stórleikinn á móti Íslandi. Hægri hornamaðurinn Daniel Pettersson var valinn bestur í sigrinum á Portúgal og hann þarf væntanlega að dúsa á bekknum í átta liða úrslitunum á móti Egyptum. HM 2023 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Glenn Solberg, þjálfari sænska landsliðsins, er nefnilega með sérstaka hefð. Hann refsar sínum leikmönnum fyrir að vera valdir menn leiksins á þessu heimsmeistaramóti. Svíar eru komnir í átta liða úrslit keppninnar með fullt hús stiga en Evrópumeistararnir hafa verið mjög sannfærandi á mótinu til þessa. Breiddin í þessu öfluga liði er svakalega og það nýtir Solberg sér með sérstökum hætti. Aftonbladet fjallar hér um refsginu þjálfarans.Aftonbladet Í viðtölum eftir Íslandsleikinn þar sem Andreas Palicka varði hvað eftir annað frá íslensku strákunum í dauðafæri þá talað markvörðurinn um þann möguleika að hann væri að missa af næsta leik. „Það er refsingin sem við fáum,“ sagði Andreas Palicka léttur. Jú það fer ekkert á milli mála að sænsku leikmennirnir sem hafa verið valdir menn leiksins á þessu HM í handbolta hafa ekki fengið að spila í næsta leik. Það er ein pínulítil undantekning. Hampus Wanne spilaði í tvær mínútur á móti Íslandi en það var aðeins vegna þess að hinn vinstri hornamaðurinn, Lucas Pellas, var rekinn af velli í tvær mínútur. Andreas Palicka missti af leik eftir að hafa verið valinn bestur á móti Brasilíu og sömu sögu er að segja af Mikael Appelgren eftir stórleik hans á móti Grænhöfðaeyjum. Markvörðurinn Tobias Thulin var bestur á móti Úrúgvæ en spilaði ekki næsta leik. Hampus Wanne var settur á bekkinn eftir að hafa verið bestur á móti Ungverjum og svo aftur Palicka eftir stórleikinn á móti Íslandi. Hægri hornamaðurinn Daniel Pettersson var valinn bestur í sigrinum á Portúgal og hann þarf væntanlega að dúsa á bekknum í átta liða úrslitunum á móti Egyptum.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira