Hluti nemenda haldi sig heima og aðrir komi með nesti vegna myglu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2023 20:15 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Vísir/Sigurjón Niðurstöður úr sýnatökum í Flataskóla í Garðabæ benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum í skólanum til viðbótar vegna myglu. Nemendur í þriðja og sjöunda bekk þurfa að halda sig heima næstu tvo daga og aðrir nemendur þurfa að taka með nesti vegna lokunar mötuneytis skólans. Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á forráðamenn barna við skólann, fréttastofa hefur póstinn undir höndum. Mygla greindist fyrst í Flataskóla úr sýnum sem tekin voru í október síðastliðnum. Í kjölfarið var farið í heildarúttekt innan skólans. Í tölvupóstinum segir að áhersla hafi verið lögð á að grípa skjótt til aðgerða og að Garðabær vinni náið með verkfræðistofunni Mannvit, sem heldur utan um sýnatökur og aðgerðir. „Mannvit upplýsti í dag, 23. janúar, um fyrstu niðurstöður úr sýnatökum sem fram fóru í desember og janúar en þær benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum til viðbótar í skólanum. Um er að ræða matsal og leikskóladeild skólans en einnig tvær kennslustofur 7. bekkja, eina stofu 3. bekkja, eina stofu 6. bekkja og sérkennslurými,“ segir í tilkynningunni. Til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum muni nemendur í þriðja bekk og sjöunda bekk þurfa að vera heima næstu tvo daga. Starfsemi leikskólans muni einnig liggja niðri næstu tvo daga. Mötuneytinu skellt í lás Þá segir að þeir nemendur sem munu geta mætt í skólann á morgun, þriðjudag, muni þurfa að taka með sér nesti í skólann vegna lokunar mötuneytisins. Frá og með miðvikudegi muni Matartíminn, sem rekur mötuneyti skólans, sjá nemendum í mataráskrift fyrir nesti. Þá segir að á næstu tveimur dögum muni starfsmenn skólans vinna að endurskipulagningu fyrir þá árganga sem um ræðir og forráðamenn verði áfram upplýstir um stöðu mála. Frekari niðurstaða sýnataka sé enn beðið og að Mannvit hafi ráðlagt Garðabæ að grípa til framangreindra ráðstafana í samræmi við verklag bæjarins. Óvissa með framhaldið Í tölvupóstinum segir að næstu skref verklagsins séu að loka umræddum rýmum með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir á þeim standa yfir. Beðið sé eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verði hægt að leggja heildarmat á ástand skólans og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Komi til þess verði afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir. Víðtækar hreingerningar verði framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis og að lokum muni Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fari aftur fram tveimur til þremur mánuðum eftir að viðgerðum er lokið. Garðabær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Þetta kemur fram í tölvupósti sem sendur var á forráðamenn barna við skólann, fréttastofa hefur póstinn undir höndum. Mygla greindist fyrst í Flataskóla úr sýnum sem tekin voru í október síðastliðnum. Í kjölfarið var farið í heildarúttekt innan skólans. Í tölvupóstinum segir að áhersla hafi verið lögð á að grípa skjótt til aðgerða og að Garðabær vinni náið með verkfræðistofunni Mannvit, sem heldur utan um sýnatökur og aðgerðir. „Mannvit upplýsti í dag, 23. janúar, um fyrstu niðurstöður úr sýnatökum sem fram fóru í desember og janúar en þær benda til þess að loka þurfi nokkrum rýmum til viðbótar í skólanum. Um er að ræða matsal og leikskóladeild skólans en einnig tvær kennslustofur 7. bekkja, eina stofu 3. bekkja, eina stofu 6. bekkja og sérkennslurými,“ segir í tilkynningunni. Til þess að geta brugðist við breyttum aðstæðum muni nemendur í þriðja bekk og sjöunda bekk þurfa að vera heima næstu tvo daga. Starfsemi leikskólans muni einnig liggja niðri næstu tvo daga. Mötuneytinu skellt í lás Þá segir að þeir nemendur sem munu geta mætt í skólann á morgun, þriðjudag, muni þurfa að taka með sér nesti í skólann vegna lokunar mötuneytisins. Frá og með miðvikudegi muni Matartíminn, sem rekur mötuneyti skólans, sjá nemendum í mataráskrift fyrir nesti. Þá segir að á næstu tveimur dögum muni starfsmenn skólans vinna að endurskipulagningu fyrir þá árganga sem um ræðir og forráðamenn verði áfram upplýstir um stöðu mála. Frekari niðurstaða sýnataka sé enn beðið og að Mannvit hafi ráðlagt Garðabæ að grípa til framangreindra ráðstafana í samræmi við verklag bæjarins. Óvissa með framhaldið Í tölvupóstinum segir að næstu skref verklagsins séu að loka umræddum rýmum með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir á þeim standa yfir. Beðið sé eftir endanlegum niðurstöðum sýnatöku og þá verði hægt að leggja heildarmat á ástand skólans og í kjölfarið ráðast í endurbætur þar sem þörf er á. Komi til þess verði afmörkuðum svæðum lokað með loftþéttri lokun á meðan viðgerðir standa yfir. Víðtækar hreingerningar verði framkvæmdar strax eftir lagfæringar ásamt hreinsun loftræstikerfis og að lokum muni Mannvit sjá um eftirfylgni en sýnataka fari aftur fram tveimur til þremur mánuðum eftir að viðgerðum er lokið.
Garðabær Skóla - og menntamál Mygla Grunnskólar Tengdar fréttir Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35 Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. 21. desember 2022 09:35
Skýrslan sem hvarf Samfélag byggir á trausti. Við treystum því að hagsmunir okkar séu varðir af þeim sem kjörnir eru til ábyrgðarstarfa á opinberum vettvangi og að yfirvöld séu traustsins verð, ekki síst þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Á haustdögum, eftir að jarðvegssveppur fannst í Miðgarði, lagði Garðabæjarlistinn fram ítarlega fyrirspurn um viðbrögð og forvarnir bæjarins við raka- og mygluskemmdum. 17. janúar 2023 17:31