Segðu frá Jokka G Birnudóttir skrifar 23. janúar 2023 13:00 Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Virkar svo auðvelt, en getur verið svo erfitt. Er við hittum vini, ættingja, samstarfsfólk er oftar en ekki spurt? „Jæja, hvað segirðu þá?” og áður en viðkomandi getur svarað er bætt við „ertu ekki bara hress?” Eða „Er ekki alltaf nóg að gera hjá þér?”Við spyrjum og svörum fyrir viðkomandi og erum svo farin annað. Samfélagið okkar býður ekki upp á að við getum sagt; „Mér líður bara ekki vel í dag” Samfélagið í dag hvetur okkur til að leita okkur hjálpar ef eitthvað amar að, en við ætlum samt ekki að gefa okkur tíma til að hlusta. Sjálfvígstíðni karlmanna er há, og hefur ekki náðst að lækka þá tölu þrátt fyrir að Norðurlöndin í kringum okkur virðist ganga betur með það. Karlmenn eru sagðir með lítið tilfinningalæsi, og ég spyr afhverju er það? Erum við enn að kenna strákunum okkar að bíta á jaxlinn og harka af sér? Eru karlmenn enn með þá trú að þeir megi ekki gráta og eigi að vera einhverjar hetjur sem fara bara út að vinna og helst vinna sig í hel? Getur verið að við höfum ekki enn „gefið” þeim leyfi til að leita sér hjálpar eftir áföll? Áfall getur verið að af ýmsum toga. Alist upp við vanrækslu, einelti, heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, misst foreldra, vini, maka, allt sem er högg á sálina getur valdið áfalli sem situr í taugakerfinu. Afleiðingar ofbeldis eru margþættar, hjá drengjum getur það verið þunglyndi, kvíði, skert sjálfsmynd, einangrun, líkamleg vanlíðan, ofbeldishneygð, áhættuhegðun, drykkja, fíkniefnaneysla og afbrot. Með því að skoða rannsóknir á afleiðingum ofbeldis má sjá að sjúkraskýrslur kvenna sem lent hafa í ofbeldi eru þykkar, á meðan afbrotaskýrslur karla sem lent hafa í ofbeldi eru langar. Rannsókn sem gerð var á föngum sýndi að stór hópur þar á meðal hafði lent í áfalli á sínum yngri árum. En hvernig getum við hjálpað? Með því að spyrja og hlusta. Með því að gefa strákunum okkar rými og tíma, með því að leyfa þeim að segja frá og hjálpa þeim að vinna úr áföllum. Með því að viðurkenna að strákar verða fyrir ofbeldi. Segjum frá. Höfundur er ráðgjafi fyrir þolendur ofbeldis.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun